Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 19:04 Forseti Íslands nýtti embættiserindi til að fá sér göngutúr við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni í dag. Stöð 2/Frikki Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Forseti Íslands spókaði sig um við Tjörnina í góða veðrinu í Reykjavík í dag þar sem hann tók þátt í kynningu á nýsköpunarátaki. Hann hvetur þjóðina til áframhaldandi samstöðu á tímum kórónuveirunnar. Þegar við biðum í dag eftir að ríkisstjórnarfundi lyki til að ná tali af ráðherrum rákumst við á Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á spjalli við ráðherrabílstjóra í góða veðrinu. Forsetinn bara hér á tali undir styttunni af Ólafi Thors við ráðherrabílstjóra. Er eitthvað mikið um að vera? „Nei ekki get ég nú sagt það. Ég er hér í embættiserindum á fund við fólk sem er að taka upp kveðju vegna Hakkaþons. Þegar ég var ungur Heimir var hakk bara eitthvað sem maður fékks sér í matinn. En það eru breyttir tímar,“ sagði Guðni léttur í bragði. Þú ert auðvitað með skrifstofu hérna rétt hjá. Í svona góðu veðri ferðu stundum í göngutúr hérna við Tjörnina? „Já, ég geri það," sagði forsetinn og benti á skrifstofu sína við Sóleyjargötu. „Og reyni að ganga það sem er í göngufæri frekar en láta skutla mér. En hér er nú einvalalið bílstjóra og ekki ætlar maður að gera þá alla atvinnulausa,“ sagði forsetinn sposkur á svip. „Þannig að þetta helst bara í hendur. Maður vegur það og metur hverju sinni hvernig maður kemst frá einum stað til annars.“ Hér er verið að taka upp hvatningu Guðna til fólks að taka þátt í hakkaþon á netinu og leggja þar fram hugmyndir til nýsköpunar.Stöð 2/Frikki Hakkaþonið sem Guðni minntist á er nýsköpunarkeppni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fram fer á netinu dagana 22. til 25 maí til að virkja samfélagið til að vinna að nýsköpunarlausnum. Tekin var upp hvatning frá forsetanum og fleirum við Tjörnina til þátttöku. Hann segir að þótt nú sé að birta til í faraldrinum þurfi þjóðin áfram að standa saman. „Við höfum séð það svartara og við munum sjá það bjartara. Halda í góða skapið? Já og hlúa að þeim semþurfa á aðhlynningu að halda. Hugsa vel um þá sem hafa veikst. Hugsa hlítt til þeirra sem hafa misst ástvini. Finna mátt samstöðunnar. Þannig mun okkur vel farnast," segir forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira