Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. maí 2020 21:12 Stjórnarmeðlimir SÁS segja skjóta skökku við að góðgerðasamtök reki spilakassa. Vísir/Baldur Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika. Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika.
Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira