Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 22:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta bíður þess enn að fá að mæta Rúmeníu í umspili um sæti á EM. VÍSIR/DANÍEL Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram 26. mars en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var leiknum frestað fram í júní en svo tilkynnti UEFA að engir landsleikir yrðu í júní. Nú er því óvíst hvenær spilað verður. Lokakeppni EM var færð til sumarsins 2021. „Það er verið að velta upp nokkrum möguleikum. Mögulega að spyrða þetta [EM-umspilið] við Þjóðadeildarprógrammið í september eða október, eða mögulega fara með þetta í nóvember. Við yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur,“ sagði Guðni og brosti, þegar hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. KSÍ leigði sérstakan hitadúk, eða pylsu, til að leggja yfir Laugardalsvöll í mars svo að grasið yrði sem best á leikdegi. Hið sama þyrfti væntanlega að gera ef leika ætti á vellinum í nóvember, líkt og þegar Ísland mætti Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld Staða Evrópuþjóða í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn er mjög mismunandi og UEFA á erfitt með að gefa skýr svör um framhaldið: „Þetta er auðvitað heljarinnar púsluspil fyrir knattspyrnuyfirvöld úti um allan heim, og UEFA og FIFA, að koma þessu öllu fyrir, reyna að ljúka deildarkeppnum í Evrópu og víðar til þess að passa upp á þær skyldur sem fylgja samningum, svo að menn fái sínar tekjur sem þeir þurfa til að borga leikmönnum laun og svo framvegis. Það er heljarinnar skipulag og samspil í þessu öllu, og það þarf að koma fyrir þessum alþjóðlegu leikdögum fyrir landsliðin. Við eigum leiki eftir í riðlakeppninni hjá kvennalandsliðinu, svo er Þjóðadeildin að koma og svo umspilið. Fyrir utan svo yngri landsliðin öll. Þetta er það sem verið er að reyna að greiða úr hjá yfirvöldum um allan heim,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um Rúmeníuleikinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í dag KSÍ Tengdar fréttir Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
Júní nú út úr myndinni hjá UEFA UEFA hefur nú frestað öllum landsleikjum í júní og öllum leikjum í Evrópukeppnum um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynningu frá UEFA fyrir skömmu en leikur Íslands og Rúmeníu mun þá ekki fara fram í júní eins og vonir stóðu til. 1. apríl 2020 14:40