Will Ferrell varð hugfanginn af Eurovision: „Þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 14:00 Will Ferrell elskar Eurovision. Svo mikið að hann ákvað að gera mynd um keppnina. Toppiði það. Vísir/EPA Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur. Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell var í heimsókn hjá skyldmennum eiginkonu sinnar í Svíþjóð þegar hann komst fyrst á snoðir um tilvist Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision. Þá var ekki aftur snúið og síðan þá hefur hann verið hugfanginn af keppninni og því sem hún hefur upp á að bjóða. Þessu lýsir Ferrell í viðtali við breska spjallþáttastjórnandann Graham Norton. Ferrell var gestur þáttarins í gegn um netið og kynnti nýjustu mynd sína, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Í myndinni fara Ferrell og Rachel McAdams með hlutverk íslensku Eurovision-faranna Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir, en nöfn þeirra hljóma næstum því eins og þau séu íslensk. Samt eiginlega ekki. „Þetta gerðist fyrri tuttugu árum þegar við heimsóttum fjölskyldu eiginkonu minnar í Svíþjóð. Eitt kvöldið sagði frænka hennar „Eigum við að setjast niður og horfa á Eurovision?“ og ég sagði jájá. Við sátum þarna í þrjá heila klukkutíma og horfðum á úrslitakvöld Eurovision á meðan ég missti hökuna í gólfið. Ég trúði ekki eigin augum, þetta var það ruglaðasta sem ég hef séð,“ sagði Ferrell. Hann segist allar götur síðan hafa haldið að einhver tæki upp á því að gera kvikmynd um Eurovision og allt sem keppninni fylgir. „En enginn hafði gert það og við byrjuðum á þessu verkefni fyrir um fjórum árum.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ferrell sem hefst eftir um 22 mínútur og 15 sekúndur.
Eurovision Bíó og sjónvarp Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira