Þrjú ný smit úr Verónavélinni Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 20:30 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Þrjú ný smit greindust af kórónuveirunni Covid-19 seinni part dagsins í dag. Öll sýnin voru úr aðilum sem komu til landsins í flugvélinni frá Veróna á Ítalíu í gær. Búið er að taka ellefu sýni úr fólki í flugvélinni en ekki liggur fyrir hve mörg þeirra er búið að greina, bara að þrjú smit hafi verið staðfest. Von er á fleiri niðurstöðum á morgun en sýni verða tekin úr öllum þeim sem voru í flugvélinni og sýna einkenni og óska þess. Sjá einnig: „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Alls hefur smitum því fjölgað um níu í dag og eru nú 58 á landinu. Þar af hafa tíu smitast innanlands. Eitt sýnanna sem greindist með veiruna í dag er úr aðila sem er þegar farinn úr landi. Enginn er alvarlega veikur. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins er einn þeirra sem hefur smitast hér innanlands leigubílstjóri sem keyrði fjóra smitaða farþega frá Keflavíkurflugvelli um síðustu helgi. Bílferðin tók um 40 mínútur. Enginn sem sá var í samskiptum við í kjölfarið hefur sýnt einkenni. Um er að ræða 21 aðila og eru allir komnir í sóttkví. Heilt yfir eru vel á 500 manns í sóttkví á landinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að öll smitin hér á landi tilheyri tveimur klösum og tengist Austurríki og Ítalíu. Fyrir utan eitt stakt smit frá Asíu sem skortir upplýsingar um. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu daga en Víðir segir það í takt við þróunina í öðrum löndum. Enn sem komið er þykir ekki tilefni til að setja fram tilmæli varðandi fjöldasamkomur. „Okkur finnst ekki vera kominn tími á það allavega,“ segir Víðir. „En við erum alltaf að skoða hvaða leiðir eru bestar og hvað virkar.“ Hann segir fjölmargar rannsóknir hafa verið skoðaðar að undanförnu, þar sem árangurinn af slíkum aðgerðum og öðrum hafi verið dreginn saman. Hvað virki best og hvað ekki. „Ef það veðra settar einhverjar takmarkanir á samkomur hefur það mikil áhrif á samfélagið. Við þurfum að vera alveg viss um að það virki,“ segir Víðir. Nefnir hann sem dæmi þegar mat var lagt á hvort loka ætti landamærum Íslands. Það hafi verið unnið vísindalega og niðurstaðan hafi verið að það myndi ekki skila árangri. „Það er það sama með þetta. Ákvörðunin verður byggð á vísindalegum grunni og mati á árangrinum.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. 8. mars 2020 18:06
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 16:05