Fór langt í viðræðum við tvö önnur félög: „Mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason er enn staddur í Austurríki en flytur á Selfoss í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31
Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00