Að biðja um aðstoð er oft áskorun fyrir stjórnendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:00 Það er ekki veikleiki hjá stjórnendum að biðja um aðstoð. Vísir/Getty Það kann að hljóma undarlega í eyru einhverra en sumir stjórnendur eiga erfitt með að óska eftir aðstoð samstarfsfélaga sinna. Þetta eru stjórnendurnir sem eru meðvitaðir um að starfsfólkið treystir á hann/hana í einu og öllu, viðkomandi er oft þekktur fyrir að vera fljótur til að taka ákvarðanir, hafa góða yfirsýn, vera snöggur að lesa í aðstæður eða sigta út ný tækifæri. Þetta getur hins vegar líka verið stjórnandinn sem finnur til mikils álags vegna þess að hann upplifir sig einangraðan, þ.e. veit ekki við hvern hann getur talað eða ráðfært sig við. David K. William skrifar fyrir Forbes, Harvard Business Review og Medium og er höfundur bókarinnar The 7 Non-Negotiables of Winning from Wiley and sons. William hefur skrifað um þá áskorun sem það oft reynist vera fyrir stjórnendur að biðja um aðstoð. Hann leitaði til nokkurra álitsgjafa sem gefa stjórnendum eftirfarandi ráð. Meiri helgun starfsmanna Það hafa flestir heyrt að eitt af því besta sem hver stjórnandi gerir er að ráða til sín fólk sem er færari en viðkomandi sjálfur á einhverjum sviðum. Ýmsar greinar eru til um þetta og oft er heimsþekkt forystufólk nefnt í þessu samhengi, s.s. Bill Gates, Mark Zuckerberg, Jeff Bezos og Oprah Winfrey. Allt eru þetta leiðtogar sem leggja áherslu á að raða í kringum sig fólk sem býr yfir styrkleikum umfram þau sjálf. En að leita til og ráðfæra sig við starfsfólk gerir annað og meir en að virkja rökræður við ákvarðanatökur. Starfsfólk tengist betur vinnustaðnum sínum, upplifir sinn eiginn verðleika betur og finnst það góð tilfinning að sjá og heyra að yfirmaður þeirra viðurkennir að auðvitað viti hann/hún ekki allt best og jafnvel lítið í einhverjum tilfellum. Virði starfsfólks viðurkennt Þegar stjórnandi leitar til starfsmanna eftir ráðum, svörum eða annarri þátttöku á starfsfólk auðveldara með að upplifa það í starfi að það sé metið að verðleikum. Þegar stjórnandi leitar til starfsfólks virkar það oft mjög hvetjandi fyrir starfsfólk og eykur kappsemina hjá fólki almennt að vilja gera eins vel og það mögulega getur. Fljúgum hærra Já og síðast en ekki síst má segja að fyrirtæki og samstarfsteymi séu líklegri til að setja stefnuna enn hærra en annars því það að finna hvernig þeim er treyst fyrir verkefnum er hvetjandi á svo jákvæðan og kappsaman hátt, allur eldmóður eykst. Fyrir vikið eykur stjórnandinn líkurnar á því að fyrirtækið nái lengra en björtustu vonir stóðu til um. Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Það kann að hljóma undarlega í eyru einhverra en sumir stjórnendur eiga erfitt með að óska eftir aðstoð samstarfsfélaga sinna. Þetta eru stjórnendurnir sem eru meðvitaðir um að starfsfólkið treystir á hann/hana í einu og öllu, viðkomandi er oft þekktur fyrir að vera fljótur til að taka ákvarðanir, hafa góða yfirsýn, vera snöggur að lesa í aðstæður eða sigta út ný tækifæri. Þetta getur hins vegar líka verið stjórnandinn sem finnur til mikils álags vegna þess að hann upplifir sig einangraðan, þ.e. veit ekki við hvern hann getur talað eða ráðfært sig við. David K. William skrifar fyrir Forbes, Harvard Business Review og Medium og er höfundur bókarinnar The 7 Non-Negotiables of Winning from Wiley and sons. William hefur skrifað um þá áskorun sem það oft reynist vera fyrir stjórnendur að biðja um aðstoð. Hann leitaði til nokkurra álitsgjafa sem gefa stjórnendum eftirfarandi ráð. Meiri helgun starfsmanna Það hafa flestir heyrt að eitt af því besta sem hver stjórnandi gerir er að ráða til sín fólk sem er færari en viðkomandi sjálfur á einhverjum sviðum. Ýmsar greinar eru til um þetta og oft er heimsþekkt forystufólk nefnt í þessu samhengi, s.s. Bill Gates, Mark Zuckerberg, Jeff Bezos og Oprah Winfrey. Allt eru þetta leiðtogar sem leggja áherslu á að raða í kringum sig fólk sem býr yfir styrkleikum umfram þau sjálf. En að leita til og ráðfæra sig við starfsfólk gerir annað og meir en að virkja rökræður við ákvarðanatökur. Starfsfólk tengist betur vinnustaðnum sínum, upplifir sinn eiginn verðleika betur og finnst það góð tilfinning að sjá og heyra að yfirmaður þeirra viðurkennir að auðvitað viti hann/hún ekki allt best og jafnvel lítið í einhverjum tilfellum. Virði starfsfólks viðurkennt Þegar stjórnandi leitar til starfsmanna eftir ráðum, svörum eða annarri þátttöku á starfsfólk auðveldara með að upplifa það í starfi að það sé metið að verðleikum. Þegar stjórnandi leitar til starfsfólks virkar það oft mjög hvetjandi fyrir starfsfólk og eykur kappsemina hjá fólki almennt að vilja gera eins vel og það mögulega getur. Fljúgum hærra Já og síðast en ekki síst má segja að fyrirtæki og samstarfsteymi séu líklegri til að setja stefnuna enn hærra en annars því það að finna hvernig þeim er treyst fyrir verkefnum er hvetjandi á svo jákvæðan og kappsaman hátt, allur eldmóður eykst. Fyrir vikið eykur stjórnandinn líkurnar á því að fyrirtækið nái lengra en björtustu vonir stóðu til um.
Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira