Dave Castro um ákvörðunina sem setti Katrínu Tönju og fleiri út í kuldann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 09:00 Karín Tanja Davíðsdóttir missir væntanlega af heimsleikunum í CrossFit í ágúst eftir þennan rosalega niðurskurð á keppendum. Hér er mynd sem hún birti á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Heimurinn hefur breyst mikið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar og það á líka við CrossFit heiminn. Ekki aðeins hafa CrossFit stöðvar verið lokaðar út um allan heim í langan tíma þá eru heimsleikar haustsins í hættu. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna í CrossFit, tilkynnti það á dögunum að aðeins 30 karlar og 30 konur fengju að keppa á heimsleikunum í haust vegna kórónuveirunnar. Það sé ennþá stefnan á að halda heimsleikana árið 2020. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þeirra sem misstu keppnisrétt sinn á heimsleikunum í CrossFit eftir að CrossFit samtökin skáru niður keppendafjöldann um 82 prósent. Uppfært: Eftir að þessi frétt birtist bárust þau tíðindi að Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur nú fengið keppnisrétt á heimsleikunum sem eru frábærar fréttir. Það má lesa meira um það hér. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru þá ekki lengur einu Íslendingarnir með keppnisrétt en Anníe Mist Þórisdóttir hefði líka mátt keppa ef hún hefði ekki verið í barnsburðarleyfi. Katrín Tanja mun fá að reyna sig á móti Söru og öllum hinum stjörunum í ágúst. Dave Castro fór yfir þessa stóru ákvörðun sína á Instagram síðu CrossFit leikanna eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Ahead of the announcement, CrossFit Games Director @thedavecastro spoke about bringing the 2020 Games to The @CrossFitRanch. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitCommunity #Aromas @mccoymedia @michaelishustle A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on May 17, 2020 at 6:16pm PDT „Það að gera eitthvað er betra en að gera ekkert,“ byrjaði Dave Castro útskýringu sína. „Það sem ég á við með því er að við erum að gera eitthvað hér á búgarðinum fyrir CrossFit-einstaklinganna og í mínum huga er það mikill árangur,“ sagði Dave Castro. „Fullt af öðrum íþróttaviðburðum var aflýst. Það þurfti meðal annars að fresta Ólympíuleikunum og allir þessir íþróttamenn sem voru búin að undirbúa sig í þrjú ár fá ekki tækifæri til að keppa í ár,“ sagði Castro. „Að halda að við gætum gefið öllum tækifæri til að keppa er ekki raunhæft eða mögulegt á þessum stað. Það er samt mikil sigur að geta búið til keppni fyrir einhverja af íþróttafólkinu okkar. Við ættum öll að fylkja liðið á bak við. View this post on Instagram I m excited to give hugs again. I am excited to compete again. And I am excited the sun is out & shining again. Love this photo I just got tagged in with @tiaclair1 - Photo: @auburnmedia A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on May 16, 2020 at 10:19am PDT „Ég veit að fólk verður mjög ósátt með þetta en þetta er ein af þessum erfiðu ákvörðunum sem verður að taka. Þær eru oft óvinsælar en þær eru bara óvinsælar hjá litlum hópi fólks. Ég held að stærsti hlutinn verði mjög sáttur með að það að okkur takist að bjóða upp á einhverja keppni í ár,“ sagði Castro. „Við ætlum að streyma þessu og búa til skemmtun fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Þar geta allir þar á meðal fjölskyldur keppendanna séð keppnina,“ sagði Castro. Það verða engir áhorfendur á heimsleikunum og aðeins takmarkaður hluti aðstoðarfólks fær að vera á búgarðinum á meðan heimsleikarnir 2020 far fram. CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Heimurinn hefur breyst mikið eftir útbreiðslu kórónuveirunnar og það á líka við CrossFit heiminn. Ekki aðeins hafa CrossFit stöðvar verið lokaðar út um allan heim í langan tíma þá eru heimsleikar haustsins í hættu. Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna í CrossFit, tilkynnti það á dögunum að aðeins 30 karlar og 30 konur fengju að keppa á heimsleikunum í haust vegna kórónuveirunnar. Það sé ennþá stefnan á að halda heimsleikana árið 2020. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í hópi þeirra sem misstu keppnisrétt sinn á heimsleikunum í CrossFit eftir að CrossFit samtökin skáru niður keppendafjöldann um 82 prósent. Uppfært: Eftir að þessi frétt birtist bárust þau tíðindi að Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur nú fengið keppnisrétt á heimsleikunum sem eru frábærar fréttir. Það má lesa meira um það hér. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru þá ekki lengur einu Íslendingarnir með keppnisrétt en Anníe Mist Þórisdóttir hefði líka mátt keppa ef hún hefði ekki verið í barnsburðarleyfi. Katrín Tanja mun fá að reyna sig á móti Söru og öllum hinum stjörunum í ágúst. Dave Castro fór yfir þessa stóru ákvörðun sína á Instagram síðu CrossFit leikanna eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Ahead of the announcement, CrossFit Games Director @thedavecastro spoke about bringing the 2020 Games to The @CrossFitRanch. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitCommunity #Aromas @mccoymedia @michaelishustle A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on May 17, 2020 at 6:16pm PDT „Það að gera eitthvað er betra en að gera ekkert,“ byrjaði Dave Castro útskýringu sína. „Það sem ég á við með því er að við erum að gera eitthvað hér á búgarðinum fyrir CrossFit-einstaklinganna og í mínum huga er það mikill árangur,“ sagði Dave Castro. „Fullt af öðrum íþróttaviðburðum var aflýst. Það þurfti meðal annars að fresta Ólympíuleikunum og allir þessir íþróttamenn sem voru búin að undirbúa sig í þrjú ár fá ekki tækifæri til að keppa í ár,“ sagði Castro. „Að halda að við gætum gefið öllum tækifæri til að keppa er ekki raunhæft eða mögulegt á þessum stað. Það er samt mikil sigur að geta búið til keppni fyrir einhverja af íþróttafólkinu okkar. Við ættum öll að fylkja liðið á bak við. View this post on Instagram I m excited to give hugs again. I am excited to compete again. And I am excited the sun is out & shining again. Love this photo I just got tagged in with @tiaclair1 - Photo: @auburnmedia A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on May 16, 2020 at 10:19am PDT „Ég veit að fólk verður mjög ósátt með þetta en þetta er ein af þessum erfiðu ákvörðunum sem verður að taka. Þær eru oft óvinsælar en þær eru bara óvinsælar hjá litlum hópi fólks. Ég held að stærsti hlutinn verði mjög sáttur með að það að okkur takist að bjóða upp á einhverja keppni í ár,“ sagði Castro. „Við ætlum að streyma þessu og búa til skemmtun fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Þar geta allir þar á meðal fjölskyldur keppendanna séð keppnina,“ sagði Castro. Það verða engir áhorfendur á heimsleikunum og aðeins takmarkaður hluti aðstoðarfólks fær að vera á búgarðinum á meðan heimsleikarnir 2020 far fram.
CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira