Lækkun á mörkuðum gengur til baka að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 09:45 Karlmaður með andlitsgrímu gengur fram hjá styttum fyrir utan banka í Beijing í Kína í morgun. Hröð lækkun á mörkuðum í Asíu stöðvaðist þegar þeir opnuðu í morgun og náðu þeir sér aðeins á strik. AP/Andy Wong Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar. Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar.
Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52