Sakaði Persónuvernd um að hafa lagt blessun yfir „dæmalaus“ vinnubrögð leikhússins Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 10:20 Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi komu fram í desember 2017. Hann vill að úrskurður Persónuverndar um að leikhúsinu hafi ekki verið skylt að veita honum frekar upplýsingar um ásakanirnar verði felldur úr gildi. Vísir/Egill Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira