Kári og Alexandra fórnarlömb dularfulls og grófs stafræns ofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 11:08 Kári ritar áhrifaríkan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann lýsir stafrænu ofbeldi sem hann og kærasta hans Alexandra hafa mátt sæta en óprúttinn aðili hefur stolið myndum af Alexöndru og notað á falskan reikning þar sem hún er sögð vændiskona. Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Kári Viðarsson leikari og athafnamaður, eigandi leikhússins Frystiklefans á Rifi greinir frá, í pistli sem hann birtir á Facebook, að Alexandra Jurkovic hafi mátt sæta því sem hlýtur að flokkast undir stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Kára bárust myndskilaboð frá tæplega fimmtugum breskum manni sem sýna að myndir sem höfðu verið teknar af Instagram reikningi Alexöndru hafa verið notaðar til að setja upp falskan reikning á fylgdar- eða vændisþjónustu á netinu. Þar er hún sögð vændiskona í Reykjavík. „Við erum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Kári. Hann segir að hann og kærasta hans, Alexandra séu ekki tilbúin að tjá sig um málið frekar en orðið er. Ekki á þessu stigi. Óskar eftir upplýsingum Myndin er af Alexöndru í sundbol í sundlaug á Vestfjörðum sem hún tók sjálf þegar hún var þar, ein á ferðalagi. „Sama myndin er notuð tvisvar og nafnið hennar líka. Annars vegar var opnumynd og svo var myndin notuð aftur við hliðina á því sem einungis er hægt að lýsa sem einhverskonar “matseðli” yfir þá kynlífsþjónustu sem hún veitti, hvað þjónusta frá henni kostaði og þar fram eftir götunum,“ segir meðal annars í pistli Kára. Kári og Alexandra hafa leitað til lögreglu en hefur ekki enn borist nein frekari viðbrögð úr þeirri átt. Kári væntir þess að málið sé þar til rannsóknar.Thomas Lefebvre Þau leituðu til lögreglu með málið, fyrir rúmum hálfum mánuði og bíða nú átekta, vilja sjá hvað kemur út úr því áður en þau taka næsta skref. Pistillinn talar sínu máli. Kári hvetur fólk á samfélagsmiðlinum til að dreifa honum ef það má verða til að varpa frekari ljósi á málið; að fólk geti veitt frekari upplýsingar. Hann telur liggja fyrir að þetta sé að undirlagi einhverra innlendra aðila, af hverju ætti einhver breskur maður að standa í öðru eins og þessu tilviljunakennt? Auk þess sem í tengslum við þetta mál virðist sem hann viti meira en er á allra vitorði. Hefur sett líf þeirra á hliðina Eins og áður sagði líta þau Kári og Alexandra þetta vitaskuld alvarlegum augum og hefur hið ömurlega tiltæki vakið veruleg ónot og ótta með Alexöndru. Reyndar sett líf þeirra beggja á hliðina. Kári segir að þau hafi orðið þess vör að reynt hafi verið að brjótast inn á reikninga þeirra á samfélagsmiðlum og í tölvupósta þeirra. „Alexandra hræðist það að vera ein á vappi í Reykjavík, við hræðumst það að sá, eða þeir, sem standi á bak við þetta hafi látið falsa meira efni af henni eða okkur báðum til að reyna að skaða mannorð okkar og valda frekari sársauka. Við vitum ekki betur en að þetta sé mögulega bara toppurinn á ísjakanum. Í þessari árás má, að okkar mati, finna margskonar glæpsamlegt atferli,“ segir Kári sem segir þetta ærumeiðingar og ofsóknir. „Þetta er klárt áreiti, þetta er persónuþjófnaður (identity theft) og hér er saklaus kona lögð á borð sem einhver vara fyrir vændiskaupendur. Það er ekkert annað en stórhættulegt og grafalvarlegt starfrænt kynferðisofbeldi. Það skal enginn vera í vafa um það að svona gjörningur setur fórnarlambið í hættu á frekara ofbeldi.“ Fjölmargir hafa tekið Kára á orðinu og hafa nú þegar þetta er skrifað rétt tæplega hundrað manns deilt pistli hans á Facebook en hann má sjá ívafðan hér neðar.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Kynferðisofbeldi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira