Tottenham úr leik eftir skell í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcel Sabitzer, sem skoraði tvö mörk í kvöld, fagnar með Timo Werner.
Marcel Sabitzer, sem skoraði tvö mörk í kvöld, fagnar með Timo Werner. vísir/getty

Tottenham, sem fór alla leið í úrslitaleikinn á Meistaradeildinni á síðustu leiktíð, er úr leik þetta tímabilið eftir 3-0 tap gegn Leipzig í síðari leik liðanna í kvöld.

Tottenham tapaði fyrri leiknum á heimavelli, 1-0, og var því á brattann að sækja í kvöld enda liðið án sinna þriggja helstu sóknarmanna; Son Heung-min, Harry Kane og Steven Bergwijn.

Það byrjaði ekki vel fyrir Tottenham því Marcel Sabitzer kom Leipzig yfir á 10. mínútu með skoti fyrir utan teig. Hugo Lloris var í boltanum og átti að gera betur en hafði ekki árangur sem erfiði.

Ellefu mínútum síðar var Sabitzer aftur á ferðinni er hann skoraði með skalla. Fyrirgjöf Paulinho rataði beint á kollinn á fyrirliðanum sem stangaði boltann í netið. 2-0 í hálfleik.

Tottenham fékk ekki mörg tækifæri í leiknum og höfðu Þjóðverjarnir tögl og haldir á leiknum allan tímann. Á 87. mínútu skoraði Emil Forsberg með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inná sem varamaður. 3-0 sigur Leipzig í kvöld og samanlagt 4-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira