Föngum sleppt út fyrr vegna kórónuveirunnar Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2020 13:31 Fangelsið á Hólmsheiði. Í fyrsta kastinu hefur verið gripið til þess að sleppa milli tíu og tuttugu föngum lausum fyrr en til stóð vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“ Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Milli tíu til tuttugu föngum verður sleppt úr afplánun fyrr en til stóð. Þetta er í fyrsta kastinu en gripið hefur verið til þessa vegna kórónuveirunnar og styttist þannig afplánun nokkurra fanga um sem nemur nokkrum mánuðum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta í samræmi við viðbragðsáætlun fangelsisyfirvalda sem snýr að því komi til faraldurs af því tagi sem nú er við að eiga. „Okkar verkefni er að tryggja að fangelsi landsins geti tekið á móti nýjum föngum og gæsluvarðhaldsföngum í neyð. Í því felst að við þurfum að hafa tiltækar deildir fyrir þessa einstaklinga þannig að þeir umgangist ekki aðra fanga í fangelsinu. Vegna þess þurfum við að færa fanga til og í ákveðnum tilvikum að taka sérstaklega ákvarðanir um reynslulausnir og losun tiltekinna fanga, þó þannig að jafnræðis sé gætt innan hópsins,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að gripið hafi verið til þessa vegna mjög óvenjulegra aðstæðna sem myndast hafa í samfélaginu.Vísir/Baldur Hann útskýrir að um sé að ræða tiltekinn hóp fanga sem falla undir þessa undanþágu og búið er að ræða við þá sem um ræðir. Þeir uppfylla að öðru leyti skilyrði til þess að fá reynslulausn. „Það eru uppi mjög sérstakar aðstæður og þá gilda allt aðrar reglur. En, megin atriði er að halda uppi lögum og reglu í fangelsunum og það gerum við,“ segir Páll. Samkvæmt heimildum Vísis hefur það lagst misvel í fanga aðgerðir sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar, svo sem þær að fangar fá nú ekki lengur dagleyfi og heimsóknir eru ekki leyfðar. Jafnvel svo að óróa hefur gætt. Að sögn Páls hafa fangelsisyfirvöld gert ýmislegt til að mæta þessu. „Svo sem auka aðgengi að síma og fjarfundabúnaði til að gera þeim lífið bærilegra.“
Wuhan-veiran Fangelsismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira