Yfirmaður mannaðra geimferða NASA hættir vegna „mistaka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2020 22:30 Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Vísir/Getty Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira