Rannsaka veðmálasvindl í Danmörku: Fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar grunaður Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 08:00 Jores Okore er mögulega í vandræðum. vísir/getty Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið. Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Álaborgar-liðið staðfesti á heimasíðu sinni í gær að félagið hefði fengið það staðfest frá lögreglunni að félagið gæti verið miðpunkturinn í veðmálasvindli en Ekstra Bladet greinir svo frá því talað sé um einn launahæsta leikmann liðsins Jores Okore. Vi har kigget på den her sag i noget tid efterhånden. Der kan desværre meget vel gemme sig nogle rigtigt grimme ting #sldk #bolddk https://t.co/BdRxqXSs8C— Anders Borup (@borup_bold) May 19, 2020 Ekstra Bladet segir frá því á vef sínum að heimildarmenn þeirra hafi lengi fylgst með málinu en háum fjárhæðum var spilað á að varnarmaðurinn Okore myndi fá gult spjald í leiknum. Hann nældi sér í það á 92. mínútu fyrir ansi groddalega tæklingu. Þetta var hans fyrsta brot í leiknum en lokað var fyrir að hægt væri að veðja á að Okore myndi fá gult spjald skömmu fyrir leikinn þar sem ansi stórar fjárhæðir höfðu þá borist á þetta tiltekna veðmál. Peningarnir sem unnust á þessu veðmáli voru svo raknir til Kaupmannahafnar en ekki út úr landinu eins og venjan er. Ekstra Bladet hefur reynt að fá bæði tali af umboðsmanni Okore og leikmanninum sjálfum en það hefur ekki tekist. Einnig neitar Álaborgar-liðið að tjá sig enn frekar um málið en Okore er einn öflugasti varnarmaður deildarinnar. Vi har detaljerne omkring den matchfixing-sag centreret omkring Jores Okore, som Nordjyllands Politi efterforsker i #AaB #sldk (med @MadsWehlast ) https://t.co/Q3V1aceD97— Klaus Egelund (@klausegelund) May 19, 2020 Okore hefur verið í herbúðum AaB frá því sumarið 2017 en hann hefur einnig leikið með Nordsjælland og FCK í Danmörku. Á árunum 2013 til 2016 lék hann með Aston Villa þar sem hann lék 38 leiki en að auki hefur hann leikið átta landsleiki fyrir danska landsliðið.
Enski boltinn Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira