Ekki að stressa sig á leikjaálaginu: „Held að þetta sé verra hjá strákunum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 15:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika. vísir/eyþór Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna, vonast til þess að deildin í sumar verði jafnari og spennandi en segir að fyrir fram má gefa sér að Breiðablik og Valur verði í kringum toppinn. Þorsteinn ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag þar sem hann ræddi komandi sumar og hvernig silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð hefur tekist til að halda sér í formi á tímum kórónuveirunnar. En sjáum við Breiðablik og Val berjast aftur í tveimur efstu sætunum? „Fyrir fram má gefa sér það en önnur lið hafa verið að styrkja sig og líta vel út þó að við höfum ekkert séð þau spila. En á pappírunum hafa lið verið að styrkja sig eins og Selfoss, Fylkir, KR og Vestmannaeyjar spurningarmerki. Fyrir fram gefa margir sér það en ég held og vona að deildin verði töluvert jafnari,“ sagði Þorsteinn. „Ég vonast til þess að fleiri lið blandi sér í þetta því það gerir mótið skemmtilegra. Ég vonast bara til þess að við höldum okkar striki því hjá okkur snýst þetta um það. Leikmenn eru að æfa meira en áður og eru að gera þetta að mörgu leyti betur.“ Níu umferðir verða leiknar í Pepsi Max-deild kvenna á tæpum sex vikum en Þorsteinn er lítið að stressa sig á leikjaálaginu. „Það stefnir í það að það reyni á hópana og þú þurfir eitthvað að dreifa álaginu en þetta er samt ekkert svakalegt. Ég held að þetta sé verra hjá strákunum en okkur. Leikmenn vilja bara vera spila og þjálfarar vilja undirbúa leiki í stað þess að vera með endalausar æfingar. Ég held að þetta geri þetta bara að mörgu leyti skemmtilegra.“ Klippa: Sportið í dag - Þorsteinn Halldórsson um Pepsi Max kvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Sjá meira