Hólmar í Búlgaríu: Forseti félagsins flúði land en stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall og kom til Levski Sofia árið 2017, fyrst á láni en svo var hann keyptur. Hann hefur skorað 6 mörk í 51 deildarleik með liðinu. Getty/Stuart Franklin Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu. Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Á þessum miklum óvissu tímum er Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson líklega að upplifa meiri óvissu en flestir íslenskir leikmenn á erlendri grundu. Hólmar Örn Eyjólfsson spilar með Levski Sofia í Búlgaríu en fjárhagsstaða félagsins er mjög slæm. Eigandinn og forseti félagsins, Vasil Bozhkov, er flúinn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bozhkov er almennt talinn vera ríkasti maður Búlgaríu en um leið hefur hann í langan tíma verið orðaður við ólöglega starfsemi í undirheimum. Búlgarska ríkið hefur höfðað mál gegn hinum 63 ára gamla Vasil Bozhkov fyrir yfirgripsmikla glæpastarfsemi og Búlgarar vilja nú fá hann framseldan til landsins svo réttarhöld yfir honum geti farið fram. „Stuðningsmennirnir hafa staðið fyrir alls konar söfnunum, keypt miða á „sýndarleiki“ sem fóru ekki fram vegna kórónuveirunnar, og maður er búinn að heyra ítrekað á undanförnum mánuðum að í næstu viku verði félagið gjaldþrota. En stuðningsmennirnir ná alltaf að safna saman nægilega miklum peningum til að halda þessu gangandi, sem er hreint með ólíkindum," segir Hólmar í viðtali við Víði Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag. Stuðningsmenn liðsins hafa verið ótrúlegir undanfarna mánuði og eru búnir að bjarga félaginu algjörlega, sagði Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðsmaður í knattspyrnu við Morgunblaðið í gær en félag hans, Levski Sofia, rambar á barmi gjaldþrots. https://t.co/OwcE1f5ZTX pic.twitter.com/D65jYG8x2H— mbl.is SPORT (@mblsport) May 20, 2020 Stuðningsmenn Levski Sofia er alvöru stuðningsmenn en þeir hafa frá 12. febrúar síðastliðnum náð að redda félaginu meira en einni milljón evra sem jafngildir meira en 156 milljónum íslenskra króna. Búlgarska deildin á að byrja aftur 5. júní eftir kórónaveirufaraldurinn en Levski Sofia er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum frá toppnum. Hólmar, sem er að klára sitt þriðja tímabil hjá liðinu, er samningsbundinn í eitt tímabil í viðbót en veit ekki hvað gerist í framhaldinu. „Það verður bara að koma í ljós þegar nýir eigendur taka við hvernig þeir vilja standa að framhaldinu hjá félaginu. Það gætu vel orðið miklar breytingar á rekstrinum þannig að óvissan er mikil sem stendur. En í félaginu er mikið af góðu fólki sem gerir allt til þess að Levski komi sem best út úr þessu," segir Hólmar í viðtalinu í Morgunblaðinu.
Fótbolti Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira