Aðgerðir miði að fyrirtækjum sem þykja lífvænleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2020 19:33 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Seðlabankinn hefur flýtt vaxtaákvörðun sinni um viku og ákvörðun sína í fyrramálið. Fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðuleikum geta frestað skilum á sköttum og gjöldum samkvæmt aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir í sjö liðum um hvernig bregðast skuli við efnahagslegum áhrifum af völdum kórónuveirunnar í ráðherrabústaðnum í morgun. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir Veita á fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum örðuleikum lengri frest til að skila sköttum og gjöldum. Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Grípa á til ráðstafana til að örva einkaneyslu og eftirspurn og auka kraft í opinberum framkvæmdum. Þá á að efla virkt samráð milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð við örðuleikum og innistæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verða fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að auka svigrúm þeirra til útlána. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Útfærsla hefur ekki verið endanlega ákveðin í öllum tilfellum. „Þetta eru í raun og veru markmiðin sem við erum að setja niður, þetta verður svo sett niður í bandormi sem að sjálfsögðu á eftir að fara fyrir Alþingi og vera ræddur þar. Þannig að við eigum bara von á því á næstunni í raun og veru á næstu vikum að þetta komi inn í þingið sem bandormur. Síðan erum við mjög meðvituð um það að við munum þurfa að taka stöðuna reglulega vegna óvissunnar sem er uppi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ekki er sjálfgefið að öllum fyrirtækjum bjóðist þessi úrræði sem kynnt voru í dag. „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm „Víða um lönd hafa verið alls konar viðmiðnotuð í þessu, til dæmis eitthvað tiltekiðtekjufall og annað þess háttar og þessar aðgerðir munum við annars vegar kynna bara meðsamstarfi við lykilstofnanir um þessi efni en einnig í frumvarpi sem verður lagt fyrir þingið.“ Alþýðusambandið gagnrýnir skort á aðgerðum í þágu launafólks í þessum aðgerðapakka sem kynntur var í morgun. „Við erum aðhugsa þessar fjárfestingar, aðvið séum aðfara að búa til nýog fleiri störf þannig aðfólk sem missir vinnuna íeinni atvinnugrein geti hugsanlega farið yfir í aðra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. Fundurinn var táknmálstúlkaður.Vísir/Vilhelm
Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira