Fimm ný tilfelli kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella á Íslandi er því orðinn 81. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Ekki kemur fram í tilkynningu hvort nýju smitin séu innanlandssmit eða rakin til útlanda.
Sextán tilfelli kórónuveirunnar hafa nú greinst á Íslandi undanfarinn sólarhring. Fyrr í dag, þegar heildartilfelli voru 76 talsins, voru alls átján staðfest innanlandssmit. Hin smitin voru rakin til skíðasvæða í Ölpunum.