Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 22:00 Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira