Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2020 09:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Nikolsky Rússneska þingið hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingar sem gætu leitt til að Vladimír Pútín forseti yrði við völd allt til ársins 2036. Stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að gefa grænt ljós en fari það svo að dómstóllinn leggi blessun sína yfir málið er gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið 22. apríl næstkomandi. Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. Takmarkanir á valdatíð forseta væru þá áfram tvö kjörtímabil, en myndu ekki eiga við hinn 67 ára Pútín eftir gildistöku. Pútín gæti því setið tvö sex ára kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabil rynni sitt skeið á enda. Pútín hefur gegnt embætti forseta frá síðasta degi ársins 1999. Hann gegndi þó embætti forsætisráðherra á árunum 2008 til 2012. 383 þingmenn greiddu atkvæði með breytingunum, 43 sátu hjá og 24 voru ekki viðstaddir. Enginn greiddi atkvæði gegn breytingunum. Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rússneska þingið hefur samþykkt stjórnarskrárbreytingar sem gætu leitt til að Vladimír Pútín forseti yrði við völd allt til ársins 2036. Stjórnlagadómstóll landsins á enn eftir að gefa grænt ljós en fari það svo að dómstóllinn leggi blessun sína yfir málið er gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið 22. apríl næstkomandi. Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. Takmarkanir á valdatíð forseta væru þá áfram tvö kjörtímabil, en myndu ekki eiga við hinn 67 ára Pútín eftir gildistöku. Pútín gæti því setið tvö sex ára kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabil rynni sitt skeið á enda. Pútín hefur gegnt embætti forseta frá síðasta degi ársins 1999. Hann gegndi þó embætti forsætisráðherra á árunum 2008 til 2012. 383 þingmenn greiddu atkvæði með breytingunum, 43 sátu hjá og 24 voru ekki viðstaddir. Enginn greiddi atkvæði gegn breytingunum.
Rússland Tengdar fréttir Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét. 10. mars 2020 13:20