Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. mars 2020 01:25 Trump vill koma í veg fyrir að smit berist frá Evrópu vestur um haf. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent