Nú vantar bara að aflýsa tímabilinu til að breyta draumatímabili Liverpool í algjöra martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 08:00 Það voru þung skrefin hjá Virgil van Dijk og öðrum leikmönnum eftir tapið á móti Atletico Madrid á Anfield í gærkvöldi. Getty/Alex Livesey Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð. Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð.
Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30