Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 12:00 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira