Matt LeBlanc er án efa þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en þar fór hann með hlutverk Joey.
Hann sagði eina nokkuð spaugilega sögu í spjallþætti Kelly Clarkson á dögunum.
Á sínum tíma var gríðarlegt Friends æði um allan heim og voru leikarar þáttanna stærstu stjörnur heims.
„Það gerðust nokkrir mjög skrýtnir hlutir á þessum tíma,“ segir Matt LeBlanc.
„Einu sinni var ég bara að fletta á milli sjónvarpsstöðva heima hjá mér og allt í einu lendi ég á stöð þar sem búið var að skipta skjánum upp í sex hluta. Í hverjum ramma var bein útsending úr þyrlu fyrir utan heimili okkar allra í þáttunum. Ég man að ég horfði á húsið mitt og hugsaði, ég verð að láta gera við þakið hjá mér.“