Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 24. maí 2020 09:38 Þorbjörg Inga Jónsdóttir stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira