Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, er sagður hafa hafið viðræður við Juventus um möguleg kaup á umbjóðanda sínum í sumar.
Pogba hefur verið lengi orðaður burt frá Old Trafford og Frakkinn hefur verið nálægt því að fara frá United í síðustu tveimur gluggum en mikið hefur gustað um hann.
Real Madrid er sagt hafa mikinn áhuga á Pogba en ítölsku meistararnir, sem Pogba yfirgaf árið 2016 fyrir United, eru einnig sögðir áhugasamir.
Paul Pogba's agent Mino Raiola 'opens talks with Juventus about a move away from Man United in summer' https://t.co/jU3KiCzGGE
— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020
Fjölmiðillinn Le10Sport greinir frá því að Raiola hafi haft samband við Juventus um möguleg félagaskipti í sumar. Juventus eru sagðir hafa áhuga og Pogba er talinn viljugur til að hlusta á öll tilboð frá gömlu félögunum.
Pogba lék með ítalska félaginu frá árinu 2012 til 2016. hann skoraði 34 mörk og lagði upp önnur 40 í 178 leikjum fyrir „Gömlu konuna“ á tíma sínum hjá félaginu.