Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 11:34 Lestarstöð í Suður-Kóreu sótthreinsuð. AP/Lee Jin-man Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25