Bréfið: „Yngri strákarnir þora að daðra meðan hinir segja mér ævisöguna sína“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. maí 2020 20:57 Elín segist efast um það að íslendingar kunni að fara á stefnumót og veltir því fyrir sér hvort að Tinder sé mögulega að skemma eitthvað sem gæti orðið. Getty „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma“, segir íslensk kona sem segir farir sínar ekki sléttar á stefnumótamarkaðinum. Konan, sem við skulum kalla Elínu, segist nánast vera að gefast upp á því að fara á stefnumót í gegnum Tinder en hún hefur verið einhleyp núna í sex ár og er 39 ára gömul. Hún býr í Reykjavík, á 17 ára son og eitt langtímasamband að baki. Hún er vel menntuð, í góðri vinnu og fær ósjaldan boð á stefnumót. Við fengum að spyrja Elínu aðeins um reynslu hennar á stefnumótamarkaðinum í Reykjavík. Hvar er það yfirleitt sem fyrstu samskiptin fara fram? „Yfirleitt á stefnumótaforritum eins og Tinder en það getur oft verið mjög klaufalegt. Mér finnst svo sorglegt hvað samskiptin hjá sumum eru orðin vélræn“. „Sem dæmi þá er þessi opnunarlína mjög algeng, Að hverju ertu að leita?, þá er kannski ekki búið að segja Hæ! eða Hvernig hefur þú það?, Hvað gerir þú? eða Hvað finnst þér skemmtilegt?“. Fíla alveg þegar gaurar eru hreinir og beinir, en róum okkur aðeins. Það fer nú bara allt eftir því hvort að þú ert skemmtilegur eða ekki hverju ég er að leita eftir. Tala bara um sig en spyrja ekkert Elín segist einnig oft hafa lent í því að koma varla orði að á stefnumóti sem hún segir drepa niður alla stemmningu. „Þegar þeir tala bara um sjálfan sig og kunna ekki að hlusta, þá verða þetta svona einræðu stefnumót, það er ekki hot!“. Ég fæ að heyra langar sögur um veikindi móður og hvernig heilbrigðiskerfið stendur sig ekki. Hvað það getur nú verið flókið að skipuleggja Spánarferð með tvö börn. Hvernig besta vinkona fyrrverandi er algjör hræsnari og leiðinleg. Hvernig einhver unglingahljómsveit sem hann var í hefði mögulega getað meikað það. „Svo endar kvöldið kannski þannig að ég er dottin í það að gefa ráðleggingar“. Ert það þú sem býður á stefnumótin eða þeir? „Í svona flestum tilvikum eru það þeir sem stinga upp á stefnumóti en þegar það þarf að ákveða hvar á að hittast, þá lendir sú ákvörðun á mér“. Þeir velja sjaldnast stað, þeim dettur svo fátt í hug þannig að ég enda með að þurfa að koma með hugmyndir sem þeir svo velja úr. Mér finnst einhvern veginn svo basic að sá sem stingur upp á að hittast geti allavega stungið upp á stað. Hversu erfitt getur það verið? Elín talar um að þetta gæti mögulega verið einhvers konar óöryggi sem brýst svona út að manneskjan tali alltof mikið og bara um sjálfan sig. „En að hlusta á manneskju tala bara um sjálfan sig kannski í klukkutíma og spyrja ekkert, er mjög óaðlaðandi. Mér finnst líka ekki spennandi að lenda í einhverjum djúpum alvarlegum samræðum á fyrsta stefnumóti. Ég hef oftar en einu sinni hvorki brosað né hlegið á öllu stefnumótinu og ég sem er alltaf brosandi“. Ég er 1000 sinnum líklegri að fara á deit númer tvö ef það var smá flirt og gaman. Það skiptir mig miklu meira máli heldur en að gaurinn sé að sannfæra mig um hversu fullkominn hann sé á pappír. Ég panta bjór og hann kaffi „Svo hef ég nokkrum sinnum lent í því að ákveðið er að hittast í bjór. Við setjumst niður og ég panta mér bjór og hann pantar sér kaffi. Þá kemur í ljós að hann er edrú og drekkur ekki, sem er auðvitað all good. En ekki ákveða að hitta mig í bjór á laugardagskvöldi og svo sit ég bara ein að sumbli. Væri allavega betra að vita það áður, þetta verður svo vandræðalegt“. Elín segir einnig frá því að á einu stefnumóti hafi hún lent í því að vera að kafna úr andfýlu. Andfýla er það versta! Bara tannburstaðu þig fyrir deit, takk fyrir. Í þetta skiptið fann ég meira segja andfýluna daginn eftir þegar hann var farinn. Ég hitti hann ekki aftur. En hvað með kynlíf á fyrsta stefnumóti? Karlmenn eru yfirleitt mjög prúðir finnst mér. Ég held að ég sendi líka skýr skilaboð frá mér með það. Kannski of skýr þar sem ég lendi svona meira í því að verða ráðgjafi lífs þeirra og leysa allskonar vandamál heldur en einhver sem þeir reyna að sofa hjá strax. Þeir fara alsælir heim af stefnumótinu því þeim finnst ég greinilega svona líka ráðagóð. Yfirleitt vilja þeir hittast aftur og ég enda einhvern veginn á því að þurfa að „segja þeim upp“ án þess að hafa byrjað með þeim. Það er óþolandi, haha! Á hvaða aldri eru flestir karlmennirnir sem þú ferð á stefnumót með? „Þessir sem ég er að pirrast aðeins yfir hér eru á svipuðum aldri og ég. Mér finnst yngri stákarnir yfirleitt miklu skemmtilegri. Það er aðeins meiri leikur í þeim. Þeir þora að flirta. Karlmenn af minni kynslóð virðast þurfa að ausa úr skálum sínum yfir mig“. Þegar Elín er spurð að því hvort íslenskir karlmenn fái almennt falleinkunn hjá henni segir hún það fjarri lagi. Yfir höfuð finnast mér íslenskir karlmenn æðislegir. Skemmtilegir og einlægir. Það er bara allt annað að kynnast manni með því að hitta þá í gegnum vini eða vinnu heldur en þessi skipulögðu Tinder-stefnumót. Það er mín reynsla að karlmenn eru miklu öruggari og eðlilegri þegar þetta gerist svona án Tinder. „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma. Erum við íslendingarnir kannski bara það miklir nýgræðingar í þessari stefnumótamenningu að við fáum stresskast að stunda þessa erlendu iðju? Ég hugsa að Tinder sé frekar að skemma eitthvað sem gæti orðið. Eða...“ Eða kannski eru bara allir skemmtilegu gaurarnir á hinni krakkahelginni! Makamál þakka Elínu kærlega fyrir spjallið og benda á að hægt er að senda okkur sögur eða ábendingar um umfjöllunarefni á netfangið makamál@syn.is Ástin og lífið Tengdar fréttir Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er búin að finna ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir og heyrst hefur að hamingjan geisli af þessu fallega nýja pari. 22. maí 2020 15:43 „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma“, segir íslensk kona sem segir farir sínar ekki sléttar á stefnumótamarkaðinum. Konan, sem við skulum kalla Elínu, segist nánast vera að gefast upp á því að fara á stefnumót í gegnum Tinder en hún hefur verið einhleyp núna í sex ár og er 39 ára gömul. Hún býr í Reykjavík, á 17 ára son og eitt langtímasamband að baki. Hún er vel menntuð, í góðri vinnu og fær ósjaldan boð á stefnumót. Við fengum að spyrja Elínu aðeins um reynslu hennar á stefnumótamarkaðinum í Reykjavík. Hvar er það yfirleitt sem fyrstu samskiptin fara fram? „Yfirleitt á stefnumótaforritum eins og Tinder en það getur oft verið mjög klaufalegt. Mér finnst svo sorglegt hvað samskiptin hjá sumum eru orðin vélræn“. „Sem dæmi þá er þessi opnunarlína mjög algeng, Að hverju ertu að leita?, þá er kannski ekki búið að segja Hæ! eða Hvernig hefur þú það?, Hvað gerir þú? eða Hvað finnst þér skemmtilegt?“. Fíla alveg þegar gaurar eru hreinir og beinir, en róum okkur aðeins. Það fer nú bara allt eftir því hvort að þú ert skemmtilegur eða ekki hverju ég er að leita eftir. Tala bara um sig en spyrja ekkert Elín segist einnig oft hafa lent í því að koma varla orði að á stefnumóti sem hún segir drepa niður alla stemmningu. „Þegar þeir tala bara um sjálfan sig og kunna ekki að hlusta, þá verða þetta svona einræðu stefnumót, það er ekki hot!“. Ég fæ að heyra langar sögur um veikindi móður og hvernig heilbrigðiskerfið stendur sig ekki. Hvað það getur nú verið flókið að skipuleggja Spánarferð með tvö börn. Hvernig besta vinkona fyrrverandi er algjör hræsnari og leiðinleg. Hvernig einhver unglingahljómsveit sem hann var í hefði mögulega getað meikað það. „Svo endar kvöldið kannski þannig að ég er dottin í það að gefa ráðleggingar“. Ert það þú sem býður á stefnumótin eða þeir? „Í svona flestum tilvikum eru það þeir sem stinga upp á stefnumóti en þegar það þarf að ákveða hvar á að hittast, þá lendir sú ákvörðun á mér“. Þeir velja sjaldnast stað, þeim dettur svo fátt í hug þannig að ég enda með að þurfa að koma með hugmyndir sem þeir svo velja úr. Mér finnst einhvern veginn svo basic að sá sem stingur upp á að hittast geti allavega stungið upp á stað. Hversu erfitt getur það verið? Elín talar um að þetta gæti mögulega verið einhvers konar óöryggi sem brýst svona út að manneskjan tali alltof mikið og bara um sjálfan sig. „En að hlusta á manneskju tala bara um sjálfan sig kannski í klukkutíma og spyrja ekkert, er mjög óaðlaðandi. Mér finnst líka ekki spennandi að lenda í einhverjum djúpum alvarlegum samræðum á fyrsta stefnumóti. Ég hef oftar en einu sinni hvorki brosað né hlegið á öllu stefnumótinu og ég sem er alltaf brosandi“. Ég er 1000 sinnum líklegri að fara á deit númer tvö ef það var smá flirt og gaman. Það skiptir mig miklu meira máli heldur en að gaurinn sé að sannfæra mig um hversu fullkominn hann sé á pappír. Ég panta bjór og hann kaffi „Svo hef ég nokkrum sinnum lent í því að ákveðið er að hittast í bjór. Við setjumst niður og ég panta mér bjór og hann pantar sér kaffi. Þá kemur í ljós að hann er edrú og drekkur ekki, sem er auðvitað all good. En ekki ákveða að hitta mig í bjór á laugardagskvöldi og svo sit ég bara ein að sumbli. Væri allavega betra að vita það áður, þetta verður svo vandræðalegt“. Elín segir einnig frá því að á einu stefnumóti hafi hún lent í því að vera að kafna úr andfýlu. Andfýla er það versta! Bara tannburstaðu þig fyrir deit, takk fyrir. Í þetta skiptið fann ég meira segja andfýluna daginn eftir þegar hann var farinn. Ég hitti hann ekki aftur. En hvað með kynlíf á fyrsta stefnumóti? Karlmenn eru yfirleitt mjög prúðir finnst mér. Ég held að ég sendi líka skýr skilaboð frá mér með það. Kannski of skýr þar sem ég lendi svona meira í því að verða ráðgjafi lífs þeirra og leysa allskonar vandamál heldur en einhver sem þeir reyna að sofa hjá strax. Þeir fara alsælir heim af stefnumótinu því þeim finnst ég greinilega svona líka ráðagóð. Yfirleitt vilja þeir hittast aftur og ég enda einhvern veginn á því að þurfa að „segja þeim upp“ án þess að hafa byrjað með þeim. Það er óþolandi, haha! Á hvaða aldri eru flestir karlmennirnir sem þú ferð á stefnumót með? „Þessir sem ég er að pirrast aðeins yfir hér eru á svipuðum aldri og ég. Mér finnst yngri stákarnir yfirleitt miklu skemmtilegri. Það er aðeins meiri leikur í þeim. Þeir þora að flirta. Karlmenn af minni kynslóð virðast þurfa að ausa úr skálum sínum yfir mig“. Þegar Elín er spurð að því hvort íslenskir karlmenn fái almennt falleinkunn hjá henni segir hún það fjarri lagi. Yfir höfuð finnast mér íslenskir karlmenn æðislegir. Skemmtilegir og einlægir. Það er bara allt annað að kynnast manni með því að hitta þá í gegnum vini eða vinnu heldur en þessi skipulögðu Tinder-stefnumót. Það er mín reynsla að karlmenn eru miklu öruggari og eðlilegri þegar þetta gerist svona án Tinder. „Ég hef oft pælt í því afhverju þessi plönuðu Tinder-stefnumót séu svona erfið því að ég er viss um að margir af þessum mönnum sem ég hef hitt hafi bæði skemmtilegri og öruggari mann að geyma. Erum við íslendingarnir kannski bara það miklir nýgræðingar í þessari stefnumótamenningu að við fáum stresskast að stunda þessa erlendu iðju? Ég hugsa að Tinder sé frekar að skemma eitthvað sem gæti orðið. Eða...“ Eða kannski eru bara allir skemmtilegu gaurarnir á hinni krakkahelginni! Makamál þakka Elínu kærlega fyrir spjallið og benda á að hægt er að senda okkur sögur eða ábendingar um umfjöllunarefni á netfangið makamál@syn.is
Ástin og lífið Tengdar fréttir Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er búin að finna ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir og heyrst hefur að hamingjan geisli af þessu fallega nýja pari. 22. maí 2020 15:43 „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Maður rekst ekki jafn mikið á sæta stráka“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hvað er það fyrsta sem heillar þig við manneskju? Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59
Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlía er búin að finna ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir og heyrst hefur að hamingjan geisli af þessu fallega nýja pari. 22. maí 2020 15:43
„Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00