Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 18:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast nýta sér erfiðar efnahagsaðstæður á Suðurnesjum til að slá sig til riddara. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30