Grunar að Jón Arnór eigi hinsta dansinn eftir Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 21:00 Körfuboltaferli Jóns Arnórs Stefánssonar gæti hafa lokið í vetur. VÍSIR/BÁRA Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon gætu vel átt eftir að spila með KR á næstu leiktíð og freista þess að tryggja liðinu sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð í körfubolta. Þetta mátti heyra á Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag. Hann kvaðst hafa átt góðan fund í síðustu viku með leikmönnum en viðurkenndi að staðan væri óljós varðandi Jón Arnór og Helga Má. Jón Arnór sagði í viðtali í Sportinu í kvöld þann 1. apríl að meiri líkur en minni væru á að hann væri nú hættur að spila körfubolta. „Ég veit ekki alveg stöðuna með Jón Arnór. Hann segist vera farinn að hallast að því að hann sé hættur en mig grunar nú að hann eigi eftir að skipta um skoðun í sumar og taka hinsta dansinn, og klára mótið. Það er hundleiðinlegt að hafa ekki getað klárað. Helgi Magnússon liggur líka undir feldi og er að hugsa málið. Við erum ekki með neina pressu á þá en þeir þurfa bara að gefa okkur svör þegar líður á sumarið,“ sagði Böðvar en minntist ekki á Jakob Örn Sigurðarson, sem ku vera samningslaus. Spurður út í Kristófer Acox, sem nýráðinn þjálfari Darri Freyr Atlason sagði í dag að þyrfti að axla enn meiri ábyrgð en áður hjá KR, svaraði Böðvar: „Kristófer Acox er flottur leikmaður og það er ekkert skrýtið þó að önnur lið hafi áhuga á honum en hann er samningsbundinn KR þannig að hann verður hér áfram,“ og benti svo á að einnig væri til staðar hjá KR góður efniviður ungra leikmanna. Klippa: Sportið í dag - Vongóður um að Jón Arnór spili á næstu leiktíð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag KR Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 „Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
Formaður körfuknattleiksdeildar KR bað Inga Þór afsökunar Formaður körfuknattleiksdeildar KR segist hafa misst atburðarrásina í tengslum við uppsögn Inga Þórs Steinþórssonar úr höndunum. 25. maí 2020 15:36
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16
„Meiri líkur á að ég hætti“ „Það eru meiri líkur á að ég hætti heldur en hitt,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sennilega besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi, í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. 1. apríl 2020 20:24