Fyrrum liðsfélagi Óttars og Björns stal úr leikmannasjóðnum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 07:00 Vegard Forren á að baki 33 A-landsleiki fyrir Noreg. VÍSIR/GETTY Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021. Norski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira
Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021.
Norski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Sjá meira