KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 13:31 Myndin sem birtist á vef Puma í morgun en virðist nú hafa verið fjarlægð. Mynd/Puma Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér. Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. Þýski íþróttavöruframleiðandinn Puma sagði frá nýjum sex ára samningi við Knattspyrnusamband Íslands í morgun alveg eins og KSÍ. Munurinn var bara að Puma sýndi mynd af íslenskum landsliðsbúningi með nýja merkinu. Nýtt landsliðsmerki, sem áður hefur verið greint frá, verður kynnt í lok júní og verður það merki á nýja PUMA landsliðsbúningnum, sem verður opinberaður um miðjan júlí, sagði í fréttinni á heimasíðu KSÍ í morgun en þar fylgdi engin mynd. Accidental frumsýning á KSÍ lógóinu right here. Einhver landvættastemmning í gangi. Áhugavert. https://t.co/qQqSdjwEfO— Andri Ólafsson (@andriolafsson) May 26, 2020 „Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það. Við ætlum að gefa okkur smá tíma í það, fá okkur kaffisopa og ráða ráðum okkar með framhaldið,“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið. Klara segir að merkið sem sjáist á myndinni hjá PUMA sé í raun bara hluti af því merki sem unnið hefur verið með. „Það er margra mánaða, ef ekki ára, vinna þarna á bak við, og mikil saga sem við ætluðum að segja og ýmsar útgáfur sem við ætluðum að kynna, og ætlum enn að gera, við höldum áfram okkar vinnu í því,“ segir Klara sem staðfesti þó við blaðamann Viðskiptablaðsins að merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi sem myndi eins og stórt X á milli þeirra. Svo virðist sem Puma hafi lekið nýjum búningi og landsliðsmerki Íslands.https://t.co/EwhQUtn6s5— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 26, 2020 „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA, svo það hefur verið langur aðdragandi að þessu," sagði Klara en það má sjá allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Íslenski boltinn EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjá meira