Rúnar um ungu leikmennina í KR: „Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 10:00 Rúnar Kristinsson fagnar síðasta sumar. vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira