COVID-19: Sameinuð sigrum við António Guterres skrifar 14. mars 2020 11:31 Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvarvetna er mikið uppnám vegna kórónaaveirunnar – COVID-19. Og ég veit að margir eru kvíðnir, áhyggjufullir og ráðvilltir. Það er alveg eðlilegt. Við stöndum frammi fyrir heilbrigðisvá sem er ólík öllu sem við höfum kynnst á ævinni. Á sama tíma breiðist veiran út, hættan vex og það reynir á heilbrigðiskerfi okkar, hagkerfi og daglegt líf okkar. Þeir sem eru berskjaldaðir, sérstaklega eldra fólk og þeir sem glíma við vanheilsu af öðru tagi, þeir sem hafa ekki aðgang að traustri heilsugæslu og hinir fátæku og þeir sem eru á jaðri samfélagsins, verða harðast fyrir barðinu á veirunni. Félagsleg og efnahagsleg áhrif útbreiðslu faraldursins og samdráttar í efnahagslífinu munu snerta okkur næstu mánuði. En útbreiðsla veirunnar mun ná hámarki. Hagkerfi okkar munu ná sér. Þangað til verðum við að leggjast saman á árarnar til þess að hægja á útbreiðslu veirunnar og gæta hvors annars. Þetta er tími gætni, ekki óðagots. Tökum vísindi fram yfir fordóma, lítum á staðreyndir og forðumst óttann. Jafnvel þóttt ástandið hafi verið flokkað sem alheimsfaraldur, getum við haft stjórn á honum. Við getum hægt á útbreiðslu, hindrað smit og bjargað mannslífum. En við verðum að grípa til fordæmalausra aðgerða hvort heldur sem persónulega, innanlands eða á alþjóðlegum vettvangi. COVID-19 er sameiginlegur óvinur okkar. Við verðum að lýsa yfir stríði á hendur veirunni. Það þýðir að ríki verða að sýna ábyrgð og efla viðnám sitt. Hvernig? Með því að setja upp hindranir, með þvi að virkja og auka almannavarnakerfi, með því að auka umtalsvert greiningargetu og umönnun sjúklinga, með því að undirbúa sjúkrahús, og tryggja að þau hafi rými, birgðir og nauðsynlegt starfsfólk, og með því að þróa læknisfræðileg inngrip sem geta bjargað mannslífum. Við berum líka öll ábyrgð á því að fara eftir ráðum lækna og stíga þau skref sem heilbrigðisyfirvöld leggja til. Auk þess að vera lýðheilsuvá er veiran að smita alþjóðlegan efnahag. Óvissa hefur leikið fjármálamarkaði hart. Birgðadreifingarkerfi heimsins hefur orðið fyrir skakkaföllum. Fjárfestingar og neysla hafa minnkað og skapað raunverulega hættu á samdrætti um allan heim. Hagfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja að veiran geti kostað hagkerfi heimsins að minnsta kosti eina billjón Bandaríkjadala á þessu ári og kannski meira. Ekkert ríki getur unnið sigur upp á eigin spýtur. Samvinna ríkisstjórna er mikilvægari en nokkru sinni áður til að blása lífi í efnahaginn, auka opinbera fjárfestingu, glæða viðskipti. Tryggja ber markvissan stuðning við fólk og samfélög sem harðast verða úti af völdum veirunnar eða efnahagslegs umróts af hennar völdum – sérstaklega konur sem of axla hlutfallslega meiri byrði af umönnunarstarfi. Heimsfaraldur varpar ljósi á innbyrðistengsl fjölskyldu mannkyns. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að hindra frekari útbreiðslu COVID-19. Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, vinna að þessu verkefni af fullum krafti. Við vinnum allan sólarhringinn með ríkisstjórnum, veitum alþjóðlega leiðsögn, og hjálpum heiminum að takast á við þessa vá. Við erum öll í þessu saman og við munu sigrast á þessu saman. Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun