Vinna með hugarþjálfara gerði mikinn gæfumun fyrir Guðlaug Victor Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 23:00 Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39
Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00
Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55