Segir kröfu um afsökunarbeiðni ófaglega og ummælin eðlilega athugun á störfum Neyðarlínunnar Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:44 Dóra Björt hefur svarað yfirlýsingu Neyðarlínunnar. Vísir/Vilhelm „Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Neyðarlínan hefur ekki verið sett á sakabekk af mér né borginni. Aðeins hefur verið óskað eftir svörum og skýrum merkjum um að atvikið sé tekið alvarlega og staðfestingu á að ekki sé um kerfisbundið vandamál að ræða heldur einstaka atvik,“ segir borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir um kröfu Neyðarlínunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem Dóra lét falla í útvarpi á Rás 2 í morgun. Sjá einnig: Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Dóra segir viðbrögð Neyðarlínunnar hryggja sig og segir ummælin eingöngu hafa verið eðlileg athugun á störfum fyrirtækisins í kjölfar kvartana borgarbúa. „Yfirlýsingin sem send var út í dag er ekki til þess gerð að ýta undir opna umræðu og faglega skoðun á því atviki sem til umræðu hefur verið að undanförnu,“ skrifar Dóra Björt á Facebook-síðu sína. Borgarfulltrúinn segir það rangt að hún hafi sagt atvikið ekki hafa verið tekið alvarlega vegna fordóma gegn minnihlutahópum. „Í viðtalinu í morgun sagði ég það sanngjarnt að spyrja hvort viðbrögðin voru eðlileg. Um leið sagði ég að í kjölfar þessa atviks hafi ég heyrt frá fleirum þá tilfinningu að viðhorfið sé ójafnt eftir því hvern um er að ræða.“ Þetta sé ekki ásökun af hálfu oddvita Pírata í borgarstjórn heldur tilvitnun til opinberrar umræðu. Dóra Björt segir kröfuna um afsökunarbeiðni ekki hafa verið faglega og ekki merki um vilja til þess að fara yfir það hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. „Enn síður er það gagnlegt að gera mér upp skoðanir og ásakanir sem fara fyrir brjóstið á yfirmönnum Neyðarlínunnar og er haldið fram opinberlega af öðrum og í kjölfarið krefjast afsökunarbeiðni fyrir þann tilbúning,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Sjá má færslu Dóru Bjartar í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira