Íris Björk hætt: Fyrsti titillinn með Gróttu á sérstakan stað í hjartanu Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:30 Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að láta gott heita. Vísir/Bára Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, landsliðsmarkvörður og markvörður ríkjandi Íslandsmeistara Vals, hefur lagt handboltaskóna á hilluna. Hún ræddi um ákvörðun sína í Sportpakkanum á Stöð 2. Íris hefur verið afskaplega sigursæl og unnið til fjölda titla á sínum ferli. Hún segir bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu Gróttu árið 2014, fyrsta stóra titil félagsins, þó standa upp úr. Á þarsíðustu leiktíð, eftir að Íris sneri aftur eftir barneignir, vann hún þrefalt með Val og var valin besti leikmaður tímabilsins. Í vetur var Valur í 2. sæti Olís-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég var búin að ákveða að þetta yrði síðasta tímabilið. Þetta er svolítið ömurlegur endir á þessu. Í fyrsta lagi að hafa ekki náð betri lokaleik, það var sem sagt undanúrslitaleikurinn við Fram í bikarnum, og svo að Covid komi hérna og við náum ekki að klára tímabilið,“ segir Íris sem líkt og vinkona hennar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nú hætt. Einhverjir efast þó um að það sé ritað í stein: „Ég get bara lofað ykkur því að ég kem ekki aftur. Það er rétt að við hættum báðar í kringum barneignir en svo er þetta bara svo gaman að það var erfitt að slíta sig alveg frá þessu. Þetta verður alltaf erfið ákvörðun þegar maður hefur verið svona lengi í íþrótt en að sama skapi er ég mjög sátt með hana,“ segir Íris, sem getur kvatt ánægð eftir magnaðan feril. Aðspurð hvað stæði upp úr svarar hún: „Mér þykir mjög vænt um tímabilið í fyrra en ætli fyrsti titillinn sem við náðum fyrir Gróttu, bikarmeistaratitillinn 2014, standi ekki upp úr. Hann á sérstakan stað í hjartanu.“ Klippa: Sportpakkinn - Íris Björk hættir
Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Grótta Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42