KSÍ greiðir 100 milljónir af eigin fé til félaganna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2020 15:54 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/daníel Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða 100 milljónir af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga þess. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti þessar aðgerðir á fundi stjórnar sambandsins í gær. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði þau sem eru með barna- og unglingastarf og án þess, fá einnig niðurfellingu ferðaþátttökugjalds og skráningargjalds, alls tæpar 20 milljónir. Breiðablik, Stjarnan, KR, Valur og Fylkir fá hæstu upphæðina, eða tæpar sex milljónir (5.658.756 krónur) hvert félag. FH fær 5.393.318 krónur og ÍA rétt rúmlega fimm milljónir (5.127.880 krónur). Með því að smella hér má sjá hversu mikið hvert félag fékk. Bókun stjórnar KSÍ 28. maí Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur allt frá því samkomubann var fyrirskipað þann 16. mars sl. unnið sérstaklega að hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög KSÍ og að greiningu á aðstæðum þeirra í samvinnu við aðildarfélögin og Deloitte. Hagsmunagæslan hefur m.a. falist í samskiptum við ríkið og áskorun um breytingar á launaúrræðum og hlutabótaleið ríkisins. Einnig hefur verið barist fyrir auknu framlagi til íþróttahreyfingarinnar, sem var hækkað í fyrstu atrennu úr 250,0 mkr. í 450,0 mkr. Þá hefur KSÍ óskað eftir því við FIFA og UEFA að alþjóðasamböndin grípi til aðgerða með sérstökum framlögum sem knattspyrnusamböndum yrði m.a heimilt að greiða til aðildarfélaga. Þessi framlög kæmu þá til viðbótar fyrirframgreiddum rekstrarframlögum alþjóðasambandanna sem gert er ráð fyrir í framtíðarrekstraráætlunum KSÍ. Einnig hefur stjórn KSÍ samþykkt áskorun um að sveitarfélögin í landinu leggi íþróttahreyfingunni aukið lið m.a. með tilliti til barna- og unglingastarfs og mikilvægi þess í þeirri viðspyrnu sem nauðsynleg er að loknu samkomubanni. Er vonast eftir aðgerðum sveitarfélaga í þessu sambandi. Öllum er ljóst að nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa haft í för með sér verulegt tjón fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Einnig hafa tekjur frá styrktar- og samstarfsaðilum hrunið vegna efnahagsástandsins. Þrátt fyrir framlag ríkissjóðs til íþróttafélaga og aðgerðir á grunni svonefndra hlutastarfareglna þá duga þær aðgerðir skammt þegar horft er til heildartekjutaps félaganna. Samkvæmt 7. grein laga KSÍ fer stjórn KSÍ með æðsta vald í málefnum sambandsins á milli ársþinga. Í ljósi þess að umboð stjórnar er á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar ársþings KSÍ þá er óhjákvæmilegt að stjórn KSÍ grípi til fordæmalausra aðgerða í því skyni að liðsinna félögum sem eru aðilar að knattspyrnusambandinu. Sú aðgerð felur í sér verulega breytingu á fjárhagsáætlun ársins. Hafa verður einnig í huga að aðgerðir vegna Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á fjárhag KSÍ og ekki ljóst hver þau áhrif endanlega verða, m.a. vegna frestunar landsleikja og óvissu um nýja leikdaga ásamt mögulegum takmörkunum á fjölda áhorfenda. Einnig hefur verið horft til álits starfshóps um æskilegt eigið fé KSÍ. Stjórnin hefur unnið ákveðnar sviðsmyndir um möguleg áhrif ákvarðana UEFA varðandi umspilsleiki A landsliðs karla og leiki í Þjóðadeildinni, en ekki liggur fyrir hvenær þau mál skýrast endanlega. Með vísan til alls framangreinds þá hefur stjórn KSÍ samþykkt á fundum sínum 2., 8. apríl og 28. maí eftirfarandi aðgerðir í þágu aðildarfélaganna: 1. Að flýta greiðslum til félaga í Pepsi Max deild karla vegna sjónvarpsréttar - alls að fjárhæð 52,8 mkr. Staðfest á fundi stjórnar 2. apríl 2020. 2. Að flýta greiðslum til félaga í neðri deildum vegna barna- og unglingastyrks – alls að fjárhæð 43,0 mkr. Samþykkt á stjórnarfundi 8. apríl 2020. 3. Niðurfelling á gjaldi vegna endurskráningar samninga vegna Covid-19. Samþykkt á fundi fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ í apríl 2020. 4. Niðurfelling á þátttökugjöldum (100.000.- á hvert lið meistaraflokka, samtals 11.600.000.-) og ferðajöfnunargjaldi (75.000.- pr. skráð lið í meistaraflokki, samtals um 8.250.000.-). Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. 5. Úthlutun til aðildarfélaga, kr. 100.000.- milljónir af eigin fé KSÍ til að koma til móts við fjárhagslegt tjón sem félögin hafa orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. Skipting þeirrar úthlutunar sem nefnd er hér að ofan í 5. lið er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem var hannað og notast við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016 og HM-framlags árið 2018. Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 46, fá 100 mkr. úthlutun frá KSÍ sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum karla og kvenna á tímabilunum 2019 og 2020. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með barna og unglingastarf og félög án þess, fá þar að auki niðurfellingu ferðaþátttöku- og þátttökugjalds (skráningargjalds), alls tæpar 20 milljónir. Knattspyrnusambandið mun eftir sem áður halda áfram hagsmunagæslu sinni og styðja eftir megni við aðildarfélög sín. Þess má geta í því sambandi að á undanförnum þremur árum, að fyrrgreindum aðgerðum meðtöldum hefur sambandið nú greitt út til aðildarfélaganna um 700,0 mkr ásamt því að standa straum af öllum dómarakostnaði meistaraflokka á Íslandsmótum sem nemur um 480,0 mkr. Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að greiða 100 milljónir af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga þess. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti þessar aðgerðir á fundi stjórnar sambandsins í gær. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði þau sem eru með barna- og unglingastarf og án þess, fá einnig niðurfellingu ferðaþátttökugjalds og skráningargjalds, alls tæpar 20 milljónir. Breiðablik, Stjarnan, KR, Valur og Fylkir fá hæstu upphæðina, eða tæpar sex milljónir (5.658.756 krónur) hvert félag. FH fær 5.393.318 krónur og ÍA rétt rúmlega fimm milljónir (5.127.880 krónur). Með því að smella hér má sjá hversu mikið hvert félag fékk. Bókun stjórnar KSÍ 28. maí Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur allt frá því samkomubann var fyrirskipað þann 16. mars sl. unnið sérstaklega að hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög KSÍ og að greiningu á aðstæðum þeirra í samvinnu við aðildarfélögin og Deloitte. Hagsmunagæslan hefur m.a. falist í samskiptum við ríkið og áskorun um breytingar á launaúrræðum og hlutabótaleið ríkisins. Einnig hefur verið barist fyrir auknu framlagi til íþróttahreyfingarinnar, sem var hækkað í fyrstu atrennu úr 250,0 mkr. í 450,0 mkr. Þá hefur KSÍ óskað eftir því við FIFA og UEFA að alþjóðasamböndin grípi til aðgerða með sérstökum framlögum sem knattspyrnusamböndum yrði m.a heimilt að greiða til aðildarfélaga. Þessi framlög kæmu þá til viðbótar fyrirframgreiddum rekstrarframlögum alþjóðasambandanna sem gert er ráð fyrir í framtíðarrekstraráætlunum KSÍ. Einnig hefur stjórn KSÍ samþykkt áskorun um að sveitarfélögin í landinu leggi íþróttahreyfingunni aukið lið m.a. með tilliti til barna- og unglingastarfs og mikilvægi þess í þeirri viðspyrnu sem nauðsynleg er að loknu samkomubanni. Er vonast eftir aðgerðum sveitarfélaga í þessu sambandi. Öllum er ljóst að nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa haft í för með sér verulegt tjón fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Einnig hafa tekjur frá styrktar- og samstarfsaðilum hrunið vegna efnahagsástandsins. Þrátt fyrir framlag ríkissjóðs til íþróttafélaga og aðgerðir á grunni svonefndra hlutastarfareglna þá duga þær aðgerðir skammt þegar horft er til heildartekjutaps félaganna. Samkvæmt 7. grein laga KSÍ fer stjórn KSÍ með æðsta vald í málefnum sambandsins á milli ársþinga. Í ljósi þess að umboð stjórnar er á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar ársþings KSÍ þá er óhjákvæmilegt að stjórn KSÍ grípi til fordæmalausra aðgerða í því skyni að liðsinna félögum sem eru aðilar að knattspyrnusambandinu. Sú aðgerð felur í sér verulega breytingu á fjárhagsáætlun ársins. Hafa verður einnig í huga að aðgerðir vegna Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á fjárhag KSÍ og ekki ljóst hver þau áhrif endanlega verða, m.a. vegna frestunar landsleikja og óvissu um nýja leikdaga ásamt mögulegum takmörkunum á fjölda áhorfenda. Einnig hefur verið horft til álits starfshóps um æskilegt eigið fé KSÍ. Stjórnin hefur unnið ákveðnar sviðsmyndir um möguleg áhrif ákvarðana UEFA varðandi umspilsleiki A landsliðs karla og leiki í Þjóðadeildinni, en ekki liggur fyrir hvenær þau mál skýrast endanlega. Með vísan til alls framangreinds þá hefur stjórn KSÍ samþykkt á fundum sínum 2., 8. apríl og 28. maí eftirfarandi aðgerðir í þágu aðildarfélaganna: 1. Að flýta greiðslum til félaga í Pepsi Max deild karla vegna sjónvarpsréttar - alls að fjárhæð 52,8 mkr. Staðfest á fundi stjórnar 2. apríl 2020. 2. Að flýta greiðslum til félaga í neðri deildum vegna barna- og unglingastyrks – alls að fjárhæð 43,0 mkr. Samþykkt á stjórnarfundi 8. apríl 2020. 3. Niðurfelling á gjaldi vegna endurskráningar samninga vegna Covid-19. Samþykkt á fundi fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ í apríl 2020. 4. Niðurfelling á þátttökugjöldum (100.000.- á hvert lið meistaraflokka, samtals 11.600.000.-) og ferðajöfnunargjaldi (75.000.- pr. skráð lið í meistaraflokki, samtals um 8.250.000.-). Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. 5. Úthlutun til aðildarfélaga, kr. 100.000.- milljónir af eigin fé KSÍ til að koma til móts við fjárhagslegt tjón sem félögin hafa orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. Skipting þeirrar úthlutunar sem nefnd er hér að ofan í 5. lið er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem var hannað og notast við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016 og HM-framlags árið 2018. Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 46, fá 100 mkr. úthlutun frá KSÍ sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum karla og kvenna á tímabilunum 2019 og 2020. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með barna og unglingastarf og félög án þess, fá þar að auki niðurfellingu ferðaþátttöku- og þátttökugjalds (skráningargjalds), alls tæpar 20 milljónir. Knattspyrnusambandið mun eftir sem áður halda áfram hagsmunagæslu sinni og styðja eftir megni við aðildarfélög sín. Þess má geta í því sambandi að á undanförnum þremur árum, að fyrrgreindum aðgerðum meðtöldum hefur sambandið nú greitt út til aðildarfélaganna um 700,0 mkr ásamt því að standa straum af öllum dómarakostnaði meistaraflokka á Íslandsmótum sem nemur um 480,0 mkr.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur allt frá því samkomubann var fyrirskipað þann 16. mars sl. unnið sérstaklega að hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög KSÍ og að greiningu á aðstæðum þeirra í samvinnu við aðildarfélögin og Deloitte. Hagsmunagæslan hefur m.a. falist í samskiptum við ríkið og áskorun um breytingar á launaúrræðum og hlutabótaleið ríkisins. Einnig hefur verið barist fyrir auknu framlagi til íþróttahreyfingarinnar, sem var hækkað í fyrstu atrennu úr 250,0 mkr. í 450,0 mkr. Þá hefur KSÍ óskað eftir því við FIFA og UEFA að alþjóðasamböndin grípi til aðgerða með sérstökum framlögum sem knattspyrnusamböndum yrði m.a heimilt að greiða til aðildarfélaga. Þessi framlög kæmu þá til viðbótar fyrirframgreiddum rekstrarframlögum alþjóðasambandanna sem gert er ráð fyrir í framtíðarrekstraráætlunum KSÍ. Einnig hefur stjórn KSÍ samþykkt áskorun um að sveitarfélögin í landinu leggi íþróttahreyfingunni aukið lið m.a. með tilliti til barna- og unglingastarfs og mikilvægi þess í þeirri viðspyrnu sem nauðsynleg er að loknu samkomubanni. Er vonast eftir aðgerðum sveitarfélaga í þessu sambandi. Öllum er ljóst að nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa haft í för með sér verulegt tjón fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Einnig hafa tekjur frá styrktar- og samstarfsaðilum hrunið vegna efnahagsástandsins. Þrátt fyrir framlag ríkissjóðs til íþróttafélaga og aðgerðir á grunni svonefndra hlutastarfareglna þá duga þær aðgerðir skammt þegar horft er til heildartekjutaps félaganna. Samkvæmt 7. grein laga KSÍ fer stjórn KSÍ með æðsta vald í málefnum sambandsins á milli ársþinga. Í ljósi þess að umboð stjórnar er á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar ársþings KSÍ þá er óhjákvæmilegt að stjórn KSÍ grípi til fordæmalausra aðgerða í því skyni að liðsinna félögum sem eru aðilar að knattspyrnusambandinu. Sú aðgerð felur í sér verulega breytingu á fjárhagsáætlun ársins. Hafa verður einnig í huga að aðgerðir vegna Covid-19 hafa haft veruleg áhrif á fjárhag KSÍ og ekki ljóst hver þau áhrif endanlega verða, m.a. vegna frestunar landsleikja og óvissu um nýja leikdaga ásamt mögulegum takmörkunum á fjölda áhorfenda. Einnig hefur verið horft til álits starfshóps um æskilegt eigið fé KSÍ. Stjórnin hefur unnið ákveðnar sviðsmyndir um möguleg áhrif ákvarðana UEFA varðandi umspilsleiki A landsliðs karla og leiki í Þjóðadeildinni, en ekki liggur fyrir hvenær þau mál skýrast endanlega. Með vísan til alls framangreinds þá hefur stjórn KSÍ samþykkt á fundum sínum 2., 8. apríl og 28. maí eftirfarandi aðgerðir í þágu aðildarfélaganna: 1. Að flýta greiðslum til félaga í Pepsi Max deild karla vegna sjónvarpsréttar - alls að fjárhæð 52,8 mkr. Staðfest á fundi stjórnar 2. apríl 2020. 2. Að flýta greiðslum til félaga í neðri deildum vegna barna- og unglingastyrks – alls að fjárhæð 43,0 mkr. Samþykkt á stjórnarfundi 8. apríl 2020. 3. Niðurfelling á gjaldi vegna endurskráningar samninga vegna Covid-19. Samþykkt á fundi fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ í apríl 2020. 4. Niðurfelling á þátttökugjöldum (100.000.- á hvert lið meistaraflokka, samtals 11.600.000.-) og ferðajöfnunargjaldi (75.000.- pr. skráð lið í meistaraflokki, samtals um 8.250.000.-). Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. 5. Úthlutun til aðildarfélaga, kr. 100.000.- milljónir af eigin fé KSÍ til að koma til móts við fjárhagslegt tjón sem félögin hafa orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Samþykkt á stjórnarfundi 28. maí 2020. Skipting þeirrar úthlutunar sem nefnd er hér að ofan í 5. lið er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem var hannað og notast við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016 og HM-framlags árið 2018. Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 46, fá 100 mkr. úthlutun frá KSÍ sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum karla og kvenna á tímabilunum 2019 og 2020. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með barna og unglingastarf og félög án þess, fá þar að auki niðurfellingu ferðaþátttöku- og þátttökugjalds (skráningargjalds), alls tæpar 20 milljónir. Knattspyrnusambandið mun eftir sem áður halda áfram hagsmunagæslu sinni og styðja eftir megni við aðildarfélög sín. Þess má geta í því sambandi að á undanförnum þremur árum, að fyrrgreindum aðgerðum meðtöldum hefur sambandið nú greitt út til aðildarfélaganna um 700,0 mkr ásamt því að standa straum af öllum dómarakostnaði meistaraflokka á Íslandsmótum sem nemur um 480,0 mkr.
Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira