Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján ræddi við Henry Birgi í gær um æxlið sem er í bakinu á honum. Mynd/Stöð 2 Sport Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur um árabil verið einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta. Hann hefur verið með æxli í baki undanfarin ár og heldur því niðri með geislameðferð. Kári Kristján var í spjalli hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportið í dag sem sýndur var í gær. Þáttastjórnendurnir Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson, sem er öllu jafna með Henry, hafa fengið Kára Kristján til að segja ýmsar skemmtilegar sögur í þáttunum. Þá oftast úr bílskúrnum heima hjá sér en nú var hann kominn í settið. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Hinni eini sanni Kári Kristján verður gestastjórnandi Sportsins í dag á eftir. Ég verð í beinni frá Grindavík hvar golfmót Domino s körfuboltakvölds fer fram. Fá áhorfendur að sjá bestu sveiflur landsins.Í beinni á:@St2Sport @visir_is Og Stöð2 VísirKl 15:00 opinni dagskrá pic.twitter.com/e5S72wzMu1— Kjartan Atli (@kjartansson4) May 29, 2020 Sagan í gær verður þó seint talin skemmtileg. Fyrir nokkrum árum lét hann fjarlægja stórt æxli úr baki sínu en það tók sig upp aftur árið 2014. Hefur hann haldið því í skefjum með geislameðferð síðan þá. „Læknateymi hérna á Íslandi í samvinnu við læknateymi í Skandinavíu meta svona mein þannig að þeir vilji ekki skera þetta þannig ég fer í geislameðferð sem gaf ágætis raun og ég held að það sé pínu gæfuspor í þessu öllu saman að hafa tekið þessa meðferð,“ sagði Kári við Henry í gær. „Þetta er alltaf eintómt maus, þannig. Við keyrum okkur áfram á góða stöffinu og ég er í góðu sambandi við minn lækni, fer í mínar myndatökur og mitt eftirlit en um tíma var þetta ekkert spes. Í dag er ég bara ennþá með æxli í bakinu sem er undir eftirliti og við þurfum bara að reyna halda sjó með því og númer eitt, tvö og þrjú er að reyna halda þessari blessuðu geðheilsu því ef hún fer þá er helvíti erfitt að berjast,“ sagði Kári að lokum. Klippa: Kári Kristján Kristjánsson glímir við æxli í baki Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍBV Sportið í dag Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira