Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:49 Vísir/Getty Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu! Góðu ráðin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu!
Góðu ráðin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira