Börnin sem enginn vill fá heim Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 12:54 Aðstæðurnar í fangabúðunum þykja ömurlegar. EPA/AHMED MARDNLI Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi. Sýrland Frakkland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim og vilja það ekki. Þegar sjö ára stúlka frá Frakklandi vektist alvarlega í síðasta mánuði var þó flugvél send eftir henni og hún flutt til Frakklands. Móðir hennar, tveir bræður og tvíburasystur voru þó skilin eftir. Þegar vígamenn Íslamska ríkisins töpuðu yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna í Írak og Sýrlandi tókst mörgum vígamönnum frá svæðinu að koma sér fyrir meðal íbúa og fela sig. Erlendir vígamenn gátu það hins vegar ekki og voru flestir þeirra felldir. Fjölmargir enduðu þó í haldi Kúrda. Fjölskyldur þeirra enduðu sömuleiðis í haldi Kúrda og síðan hefur lítill sem enginn vilji verið fyrir því að taka á móti fólkinu í heimalöndum þeirra og hafa Kúrdar setið upp með þau og tilheyrandi kostnað. Aðstæður ekki góðar og munu ekki skána Kúrdar hafa þó ekki burði til að halda svo mörgum föngum í langan tíma og vöruðu við því strax að aðstæður yrðu ekki góðar í þessum búðum. Margir hafa verið fluttir til Írak þar sem þeir hafa að mestu verið dæmdir til dauða eftir stutt og jafnvel umdeild réttarhöld. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt umrædd ríki harðlega fyrir að taka ekki á móti börnum vígamanna og segja þau meðal annars í hættu á að aðhyllast gildum og málflutningi ISIS-liða. Þó flest ríki vilji ekki taka á móti umræddum börnum er vert að taka fram að yfirvöld ríkja eins og Rússlands, Kósóvó, Tyrklands, Úsbekistan og Kasakstan hafa tekið á móti minnst hundrað börnum í hverju ríki. Í búðunum er einnig skortur á matvælum og vatni auk þess sem börnin fá ekki menntun og heilbrigðisþjónustu. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða áhrif Covid-19 gæti haft í búðunum. Ekkert smit hefur greinst í þeim en enn sem komið er hefur ekkert verið skimað fyrir sjúkdómnum þar. Í frétt New York Times segir að einhver barnanna hafi búið í þessum fangabúðum um árabil og minnst níu börn sem áttu evrópska foreldra hafi dáið á undanförnum árum. Þau eru sögð hafa dáið af ástæðum sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir. Lítill vilji til að fá börnin heim en enginn vilji til að taka við foreldrunum Meðal þeirra ástæðna sem forsvarsmenn ríkjanna sem um ræðir vísa til varðandi það að ekki sé hægt að flytja börnin til heimalanda foreldra þeirra eru erfiðleikar við að sannreyna hverjir foreldrar þeirra eru, hætturnar við að senda erindreka á átakasvæði og að ekki sé vilji til að slíta börnin frá mæðrum þeirra. Þó lítill vilji sé til að taka við börnunum er nánast enginn vilji til að flytja mæðurnar heim og hvað þá feður þeirra. Embættismenn óttast að geta ekki tekið á móti börnunum án þess að taka einnig við foreldrunum. Reynslan hefur sýnt að erfitt er að sakfella ISIS-liða heima fyrir. Sérfræðingar sem blaðamenn NYT ræddu við segja þó að mál frönsku stúlkunnar sýni að hægt sé að flytja börnin heim. Heilt yfir eru Frakkar þó mjög mótfallnir því að flytja vígamenn og börn þeirra aftur til Frakklands. Af um 300 börnum franskra foreldra hafa um átján verið flutt til Frakklands. Ríkisstjórn Frakklands gerir lítinn greinarmun á mönnum og konum sem gengu til liðs við ISIS og segja að réttast væri að rétta yfir þeim í Sýrlandi eða Írak. En eins og áður segir óttast sérfræðingar að verið sé að búa til nýja kynslóð hryðjuverkamanna í fangabúðunum í Sýrlandi.
Sýrland Frakkland Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira