Segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 16:15 Úr leik Manchester City og Chelsea á tímabilinu. Getty/Vísir Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00