Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2020 13:30 Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey
Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira