Telur viðurlög við árásum á lögreglumenn allt of væg Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2020 08:42 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi ofbeldi í garð lögreglumanna í Reykjavík síðdegis í gær. Vísir/Baldur/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna telur að viðurlög við árásum á lögreglumenn vera allt of væg. Snorri ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, en greint var frá því í síðustu viku að tveir lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi og ráðist á þá þar sem þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Rotaðist annar þeirra og þurftu þeir að leita á slysadeild. Snorri segir að þetta tiltekna mál og þær aðstæður sem sköpuðust þar sé ekki eitthvað sem hann muni eftir að hafa heyrt áður. „En það er því miður allt of algengt og við höfum gagnrýnt það í mjög langan tíma […] að ofbeldi gegn lögreglumönnum er því miður allt, alltof algengt.“ Gagnrýnir dómstóla Formaðurinn segir ennfremur að á sama tíma hafi Landssamband lögreglumanna gagnrýnt dómstóla fyrir það að nýta ekki þann refsiramma sem sé til staðar og birtist í vilja löggjafans með þyngingu refsirammans gegn svona brotum, brotum gegn valdstjórninni. „Þetta gerist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, ef ég man rétt, um 2006, 2007, sem þessi refsirammi er þyngdur. Við teljum okkur, á þeim málum sem við höfum skoðað sérstaklega, ekki vera að sjá það birtast þar að það sé nógu alvarlega tekið á þessum málum.“ Hvað heldur þú að valdi því? Er einhver skýring á að þetta virðist vera að aukast, eða kannski að þetta séu alvarlegri brot gegn valdstjórninni? „Nei, ég þekki það svo sem ekki og veit ekki til þess að gerð hafi sérstök könnun á því. Það væri helst að leita í smiðju einhverra afbrotafræðinga í háskólasamfélaginu með það sem mögulega kynnu að hafa gert einhverja úttekt á því. Tölur sýna hins vegar – þær eru reyndar rokkandi milli ára – en þær sýna það því miður að ofbeldi gegn lögreglumönnum í seinni tíð og seinni árum verið að færast í aukana. Það er að verða meira og alvarlegra.“ Snorri segir í viðtalinu að það sé einhver uggur meðal lögreglumanna með þróun mála. „Þetta helst kannski í hendur með hluti sem við höfum gagnrýnt í áraraðir hjá Landssambandi lögreglumanna, það er sú mannfæð sem er við að glíma í liðinu. Margítrekað komið fram í öllum fjölmiðlum um allt land. Hvort það sé einhver afleiðing þessa tiltekna máls [á Völlunum] hef ég ekki hugmynd um og ætla ekki að fara að fabúlera um það. En það gefur alveg augaleið að ef ekki er nægur mannskapur til að sinna verkefnum þá mun eitthvað fara úrskeiðis til lengri tíma litið,“ segir Snorri. Hægt er að hluta á viðtalið í heild sinni að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent