Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:47 Tegnell segir að fjöldi látinna hafi vakið til umhugsunar hvort að Svíar hefðu brugðist rétt við faraldrinum. AP/Pontus Lundahl/TT Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent