Þrálátar ranghugmyndir þingkonu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 3. júní 2020 14:00 Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið. Sérstaklega ekki þegar atvinnugreinin er nú á hnjánum vegna óviðráðanlegra orsaka, starfsmenn hennar flestir á hlutabótum eða með uppsagnarbréfið í vasanum. Afkoma þessa fólks og fjölskyldna þeirra næstu mánuði og ár er óviss. Á dögunum birti þessi kjörni fulltrúi og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftirfarandi á Facebook síðu sinni: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Oddný Harðardóttir opinberar með þessu innleggi sínu bæði óvild í garð ferðaþjónustu, vanþekkingu og rangfærslur. Ferðaþjónustan dró vagninn Kannski er best að byrja á að benda þingflokksformanninum á að ferðaþjónusta spratt ekki upp úr engu árið 2010. Áratugina á undan, hafði átt sér stað öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og fjárfesting - í mannauði, tækjum, húsum, búnaði og ekki síst í markaðsstarfi. Opinbert markmið var alltaf að auka hlut ferðaþjónustunnar í útflutningstekjum svo um munaði, en aðstæður til þess sköpuðust ekki fyrr en eftir fjármálahrunið, ókeypis alþjóðlegu umfjöllunina og auglýsingaherferðina í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Í uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin áratug hefur frumkvöðlastarfsemin og nýsköpunin haldið stöðugt áfram og sér ekki fyrir endann á því. Sem betur fer. Það var ferðaþjónustan, sem dró þjóðina upp úr djúpum, efnahagslegum öldudal eftirhrunsáranna, var aflgjafi hagvaxtar og atvinnusköpunar. Hún var grunnurinn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar njóta í dag. Ferðaþjónusta varð sjálfsprottinn byggðaaðgerð í leiðinni og tókst það sem stjórnmála- og embættismönnum hafði mistekist í áratugi áður - að renna stoðum undir búsetu fólks á köldum svæðum, hringinn í kringum landið. Ferðaþjónusta þarf að vera samkeppnishæf Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki fengið neinar niðurgreiðslur eða skattafslætti. Líklega er Oddný að vísa til þess að ekki eru allar greinar innan ferðaþjónustu í hæsta virðisaukaskattsþrepi. Það er í augum sumra ígildi skattaafsláttar. Ástæðan er hins vegar sú, að í ferðaþjónustu þarf að huga að alþjóðlegri samkeppnishæfni og stundum er það nú bara þannig, að lægri skattar á neytendur og fyrirtæki þýða hærri tekjur fyrir alla þegar upp er staðið. En til þess að skilja það, þarf maður sennilega sjálfur að hafa stundað atvinnurekstur en ekki bara tala um hann. Að vita, skilja og tileinka sér Ég ráðlegg þingflokksformanninum að skoða aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónustu til að finna mjög afgerandi dæmi um skattaafslætti, ívilnanir og niðurgreiðslur. Þá má benda fjármálaráherranum fyrrverandi að allar skapandi greinar eru utan virðisaukaskattskerfisins. Er hún að leggja til að skapandi greinar fari inn í virðisaukaskattskerfið og hætti að njóta „skattastyrkja“ eins og hún talar um? Skapandi greinar hér á landi líkt og ferðaþjónustan eiga í harðri samkeppni á heimsvísu og því þarf að gæta að samkeppnishæfni þessara greina. Þetta á nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að vita, skilja og tileinka sér. Annað er óboðlegt. Fjárfest til framtíðar Oddný fullyrðir að vöxtur ferðaþjónustu hafi heilt yfir verið ósjálfbær. Þar er ég henni algjörlega ósammála. Fjárfestingar í ferðaþjónustu hafa verið gerðar með tilliti til framtíðarvaxtarmöguleika. Á mjög eðlilegum forsendum - enda var þar til í mars á þessu ári, ekkert sem benti til annars en að ferðaþjónusta héldi áfram að vera burðarás í verðmætasköpun á Íslandi til framtíðar. Í raun hefur kórónuveirufaraldurinn ekki breytt þeim forsendum að neinu leyti - það er ekkert sem bendir til annars, en að ferðaþjónusta í heiminum taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, um leið og aðstæður skapast. Mikil nýsköpun á sér stað í ferðaþjónustu Þingflokksformaðurinn vill taka aðra stefnu og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar. Það eru allir sammála um að það sé skynsamlegt. Meira að segja svo skynsamlegt, að þetta er orðið að hálfgerðri „möntru“, sem hver étur upp eftir öðrum og oft hefur maður á tilfinningunni að fólk viti ekki almennilega um hvað það er að tala. Hafa þarf að hafa í huga að nýsköpun og tækniþróun er stunduð í miklum mæli nú þegar, meðal annars í ferðaþjónustu í stórum stíl. Það vita líka allir sem eru í alvöru að stunda nýsköpun og tækniþróun (og tala ekki bara um það) að hún kostar tíma og fjármuni. Tíma sem við eigum ekki til núna og því fullkomlega óraunhæft að stóla á „eitthvað nýtt“, við endurreisn hagkerfisins til skamms tíma. Ekki geri ég ráð fyrir að Oddný sé sátt við um 16% atvinnuleysi í Suðurkjördæmi eða hátt í 20% atvinnuleysi á sínum heimaslóðum – Suðurnesjum – til langs tíma. Ekki ætlar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að setja alla í tækniþróun og nýsköpunarverkefni, eða hvað? Á bak við fyrirtækin er fólk Oddný segir í lok dæmalausrar færslu sinnar að nú sé ekki rétti tíminn „í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja“ að segja „sagði ég ekki“ - en hún gerir það nú samt. Hvað sagði hún? Að heimsfaraldur myndi á einhverjum tímapunkti kippa fótunum undan ferðaþjónustu og það væri í raun eðlilegt, þar sem hún var svo ósjálfbær? Ég ráðlegg þingflokksformanninum að hafa í huga að á bakvið fyrirtækin sem nú berjast í bökkum er venjulegt fólk, sem á afkomu sína algjörlega undir því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á nýjan leik. Fólk, sem oft hefur lagt allt sitt undir við að byggja upp sín fyrirtæki og skapað um leið atvinnu fyrir aðra og skatttekjur fyrir samfélagið. Nú er ekki rétti tíminn til að koma með hrokafullar, ómaklegar og ósmekklegar yfirlýsingar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Alþingi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið. Sérstaklega ekki þegar atvinnugreinin er nú á hnjánum vegna óviðráðanlegra orsaka, starfsmenn hennar flestir á hlutabótum eða með uppsagnarbréfið í vasanum. Afkoma þessa fólks og fjölskyldna þeirra næstu mánuði og ár er óviss. Á dögunum birti þessi kjörni fulltrúi og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftirfarandi á Facebook síðu sinni: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Oddný Harðardóttir opinberar með þessu innleggi sínu bæði óvild í garð ferðaþjónustu, vanþekkingu og rangfærslur. Ferðaþjónustan dró vagninn Kannski er best að byrja á að benda þingflokksformanninum á að ferðaþjónusta spratt ekki upp úr engu árið 2010. Áratugina á undan, hafði átt sér stað öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og fjárfesting - í mannauði, tækjum, húsum, búnaði og ekki síst í markaðsstarfi. Opinbert markmið var alltaf að auka hlut ferðaþjónustunnar í útflutningstekjum svo um munaði, en aðstæður til þess sköpuðust ekki fyrr en eftir fjármálahrunið, ókeypis alþjóðlegu umfjöllunina og auglýsingaherferðina í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Í uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin áratug hefur frumkvöðlastarfsemin og nýsköpunin haldið stöðugt áfram og sér ekki fyrir endann á því. Sem betur fer. Það var ferðaþjónustan, sem dró þjóðina upp úr djúpum, efnahagslegum öldudal eftirhrunsáranna, var aflgjafi hagvaxtar og atvinnusköpunar. Hún var grunnurinn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar njóta í dag. Ferðaþjónusta varð sjálfsprottinn byggðaaðgerð í leiðinni og tókst það sem stjórnmála- og embættismönnum hafði mistekist í áratugi áður - að renna stoðum undir búsetu fólks á köldum svæðum, hringinn í kringum landið. Ferðaþjónusta þarf að vera samkeppnishæf Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki fengið neinar niðurgreiðslur eða skattafslætti. Líklega er Oddný að vísa til þess að ekki eru allar greinar innan ferðaþjónustu í hæsta virðisaukaskattsþrepi. Það er í augum sumra ígildi skattaafsláttar. Ástæðan er hins vegar sú, að í ferðaþjónustu þarf að huga að alþjóðlegri samkeppnishæfni og stundum er það nú bara þannig, að lægri skattar á neytendur og fyrirtæki þýða hærri tekjur fyrir alla þegar upp er staðið. En til þess að skilja það, þarf maður sennilega sjálfur að hafa stundað atvinnurekstur en ekki bara tala um hann. Að vita, skilja og tileinka sér Ég ráðlegg þingflokksformanninum að skoða aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónustu til að finna mjög afgerandi dæmi um skattaafslætti, ívilnanir og niðurgreiðslur. Þá má benda fjármálaráherranum fyrrverandi að allar skapandi greinar eru utan virðisaukaskattskerfisins. Er hún að leggja til að skapandi greinar fari inn í virðisaukaskattskerfið og hætti að njóta „skattastyrkja“ eins og hún talar um? Skapandi greinar hér á landi líkt og ferðaþjónustan eiga í harðri samkeppni á heimsvísu og því þarf að gæta að samkeppnishæfni þessara greina. Þetta á nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að vita, skilja og tileinka sér. Annað er óboðlegt. Fjárfest til framtíðar Oddný fullyrðir að vöxtur ferðaþjónustu hafi heilt yfir verið ósjálfbær. Þar er ég henni algjörlega ósammála. Fjárfestingar í ferðaþjónustu hafa verið gerðar með tilliti til framtíðarvaxtarmöguleika. Á mjög eðlilegum forsendum - enda var þar til í mars á þessu ári, ekkert sem benti til annars en að ferðaþjónusta héldi áfram að vera burðarás í verðmætasköpun á Íslandi til framtíðar. Í raun hefur kórónuveirufaraldurinn ekki breytt þeim forsendum að neinu leyti - það er ekkert sem bendir til annars, en að ferðaþjónusta í heiminum taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, um leið og aðstæður skapast. Mikil nýsköpun á sér stað í ferðaþjónustu Þingflokksformaðurinn vill taka aðra stefnu og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar. Það eru allir sammála um að það sé skynsamlegt. Meira að segja svo skynsamlegt, að þetta er orðið að hálfgerðri „möntru“, sem hver étur upp eftir öðrum og oft hefur maður á tilfinningunni að fólk viti ekki almennilega um hvað það er að tala. Hafa þarf að hafa í huga að nýsköpun og tækniþróun er stunduð í miklum mæli nú þegar, meðal annars í ferðaþjónustu í stórum stíl. Það vita líka allir sem eru í alvöru að stunda nýsköpun og tækniþróun (og tala ekki bara um það) að hún kostar tíma og fjármuni. Tíma sem við eigum ekki til núna og því fullkomlega óraunhæft að stóla á „eitthvað nýtt“, við endurreisn hagkerfisins til skamms tíma. Ekki geri ég ráð fyrir að Oddný sé sátt við um 16% atvinnuleysi í Suðurkjördæmi eða hátt í 20% atvinnuleysi á sínum heimaslóðum – Suðurnesjum – til langs tíma. Ekki ætlar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að setja alla í tækniþróun og nýsköpunarverkefni, eða hvað? Á bak við fyrirtækin er fólk Oddný segir í lok dæmalausrar færslu sinnar að nú sé ekki rétti tíminn „í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja“ að segja „sagði ég ekki“ - en hún gerir það nú samt. Hvað sagði hún? Að heimsfaraldur myndi á einhverjum tímapunkti kippa fótunum undan ferðaþjónustu og það væri í raun eðlilegt, þar sem hún var svo ósjálfbær? Ég ráðlegg þingflokksformanninum að hafa í huga að á bakvið fyrirtækin sem nú berjast í bökkum er venjulegt fólk, sem á afkomu sína algjörlega undir því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á nýjan leik. Fólk, sem oft hefur lagt allt sitt undir við að byggja upp sín fyrirtæki og skapað um leið atvinnu fyrir aðra og skatttekjur fyrir samfélagið. Nú er ekki rétti tíminn til að koma með hrokafullar, ómaklegar og ósmekklegar yfirlýsingar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun