8 dagar í Pepsi Max: Þarf að fara aftur til 1989 til að finna færri grasleiki í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 12:00 Stjörnumarkvörðurinn Haraldur Björnsson hefur hér fengið slæma byltu í leik á móti Blikum á gervigrasinu í Garðbænum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira