Yfir hina pólitísku miðju Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. júní 2020 08:00 Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að vera miðjusinnaður í pólitík. Ef eitthvað er að marka umræðuhefðina á samfélagsmiðlum er varla annað að sjá en að miðjustefnan standi við dauðans dyr. Á þeim vettvangi er þó varla við öðru að búast, því sú stefna hefur löngum þótt óljós og moðvolg í samanburði við eldmóð þeirra sem aðhyllast róttækar hugmyndir og keppast við að safna áhorfi og smellum. Í upplýsingaóreiðu samtímans getur einnig verið erfitt að henda reiður á því hvaða merkingu miðjuhugtakið hafi yfirhöfuð. Á sama tíma og „miðjan.is“ er vefmiðill með áberandi vinstri-slagsíðu hefur „Miðflokkurinn“ flest einkenni íhaldssams hægriflokks. Með þetta til hliðsjónar er það mikið ánægjuefni að langlífasta ríkisstjórn Íslands í tæpan áratug starfi nú þvert yfir hina pólitísku miðju. Forysta Vinstriflokksins á mikið hrós skilið fyrir að hafa gengið í þetta samstarf, því meðal annarra vinstriflokka var samstarfsviljinn gagnvart hægriflokkunum nánast enginn. Þessi ríkisstjórn hefur notið meiri stuðnings landsmanna en nokkur önnur frá efnahagshruninu 2008, og má taka því sem sterkri vísbendingu um að miðjupólitík sé ekki dauð úr öllum æðum hér á landi. Í slíku samstarfi eru málamiðlanir lykilatriði. Í grunninn byggir miðjustefnan á málamiðlunum – að finna veginn sem flestir geta sætt sig við. Jafnframt byggir hún á því að hafna öfgum, hvort sem þær eru að finna á hægri eða vinstri vængnum. Þegar vel er að gáð byggja flestar pólitískar stefnur á réttmætum forsendum, en þær eru því miður oft samofnar vafasömum hugmyndum. Marxisminn er t.d. byggður á eðlilegum vilja verkalýðsins til að lifa mannsæmandi lífi, en hann einkennist einnig af fyrirlitningu í garð trúarbragða og þjóðerniskenndar. Hægri-frjálshyggjan er sömuleiðis byggð á skiljanlegri löngun einstaklinga til athafnafrelsis og sjálfstæðis, en jafnframt væri hægt að gagnrýna þá stefnu fyrir að taka ekki nægilegt tillit til verkalýðsins eða samfélagsábyrgðar einstaklingsins. Því miður hafa margir tilhneigingu til að gleyma sér í völundarhúsum byltingarhugmynda eða reiði gagnvart pólitískum mótherjum sínum. Í þeim gírnum gerir fólk sjálfkrafa ráð fyrir einbeittum brotavilja og illri innrætingu þeirra sem hafa andstæðar skoðanir. Sú afstaða gerir allar málamiðlanir erfiðari og jafnvel ómögulegar þegar verst lætur. Til að greiða veginn fyrir málamiðlunum þarf að stíga upp úr skotgröfunum og kynna sér skoðanir mótherja sinna – ekki í þeim tilgangi að skjóta þær niður heldur til þess að mæta þeim með opnum huga. Það er vert að taka fram að þetta þýðir ekki að maður ætti að forðast gagnrýna hugsun, heldur er þetta einfaldlega hvatning til þess að leyfa pólitískum mótherjum að njóta sama vafa og aðrir í lífi manns. Því öll mannleg samskipti snúast að einhverju leiti um málamiðlanir, svo hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við um pólitík?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun