Er að fara gifta sig og fær frí í lokaumferðinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 10:30 Simon Hedlund sést hér hoppa upp á félaga sína en Hjörtur Hermannsson er annar frá hægri. vísir/getty Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Bröndby verða án síns helsta framherja í dag þegar liðið mætir Horsens á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Svíinn Simon Hedlund hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur tíu fyrir Bröndby á leiktíðinni en hann verður ekki í leikmannahópi þeirra gulklæddu í dag því hann er að fara gifta sig. Þetta var staðfest á heimasíðu Bröndby í gær en yfirmaður knattspyrnumála hjá Bröndby, Carsten V. Jensen, segir að Simon sé mikill fjölskyldumaður og því hefur félagið ekki ákveðið að standa í vegi hans. Því fær hann frí um helgina. Simon segir sjálfur að planið hafi verið að halda stórt brúðkaup þegar leiktíðin væri ekki í gangi en vegna kórónuveirufaraldursins hafi allt farið úr skorðum. Hann fær því að halda smá teiti með sínum nánustu en þjálfarinn Niels Frederiksen segist í samtali við heimasíðu félagsins einnig styðja ákvörðunina. Bröndby er í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig en liðið getur með hagstæðum úrslitum komist upp í 3. sætið í dag. Einnig getur liðið dottið niður í 6. sætið en umferðin í dag er sú síðasta í deildarkeppninni. Svo verður farið í úrslitakeppni sex efstu liðanna og átta neðstu liðin skiptast í tvo fallriðla. Bröndby er öruggt í úrslitakeppnina. Hedlund og hans forlovede, Sandra, skal giftes. Vielsen var planlagt til at finde sted udenfor sæsonen, men med 3F Superligaen rykket og uvished om påbegyndelsen af næste sæson, har angriberen fået lov til at få fri, så de kan blive viet #Brøndby https://t.co/ojO0U6nJJX pic.twitter.com/iPrJAMdC40— BrondbyIF (@BrondbyIF) June 6, 2020 Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hjörtur Hermannsson og samherjar hans í Bröndby verða án síns helsta framherja í dag þegar liðið mætir Horsens á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Svíinn Simon Hedlund hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur tíu fyrir Bröndby á leiktíðinni en hann verður ekki í leikmannahópi þeirra gulklæddu í dag því hann er að fara gifta sig. Þetta var staðfest á heimasíðu Bröndby í gær en yfirmaður knattspyrnumála hjá Bröndby, Carsten V. Jensen, segir að Simon sé mikill fjölskyldumaður og því hefur félagið ekki ákveðið að standa í vegi hans. Því fær hann frí um helgina. Simon segir sjálfur að planið hafi verið að halda stórt brúðkaup þegar leiktíðin væri ekki í gangi en vegna kórónuveirufaraldursins hafi allt farið úr skorðum. Hann fær því að halda smá teiti með sínum nánustu en þjálfarinn Niels Frederiksen segist í samtali við heimasíðu félagsins einnig styðja ákvörðunina. Bröndby er í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 42 stig en liðið getur með hagstæðum úrslitum komist upp í 3. sætið í dag. Einnig getur liðið dottið niður í 6. sætið en umferðin í dag er sú síðasta í deildarkeppninni. Svo verður farið í úrslitakeppni sex efstu liðanna og átta neðstu liðin skiptast í tvo fallriðla. Bröndby er öruggt í úrslitakeppnina. Hedlund og hans forlovede, Sandra, skal giftes. Vielsen var planlagt til at finde sted udenfor sæsonen, men med 3F Superligaen rykket og uvished om påbegyndelsen af næste sæson, har angriberen fået lov til at få fri, så de kan blive viet #Brøndby https://t.co/ojO0U6nJJX pic.twitter.com/iPrJAMdC40— BrondbyIF (@BrondbyIF) June 6, 2020
Danski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira